Hugur - 01.01.1994, Síða 117

Hugur - 01.01.1994, Síða 117
HUGUR Ritdómur 115 grein fyrir viðfangsefni Almœla . íslenskt heiti þessa verks, Almœli, er smíði Sigurjóns, að ég held, og ber hún vitni um nákvæmni og smekkvísi í þýðingum hugtaka sem öll útgáfan ber með sér. Þýðandi eyðir talsverðu púðri í umfjöllun um heilleika verksins. Þar segir: „Lengi var það viðtekin skoðun að fyrri hlutann mætti eigna Aristótelesi, en hinn seinni væri ekki eftir hann, eða ef til vill brot úr öðru verki, sem fyrsta útgefanda hafi þótt við hæfi að skeyta við“ (bls. v). Hér er hvergi getið hver þessi fyrri hluti cr (þ.e. kaflar 1-9). Enn fremur er ekki ljóst hver „fyrsti útgefandinn" er, en breytingin hefur löngum verið eignuð Androníkosi, sem fyrr greinir, en hann var ekki fyrsti útgefandinn að rökfræðiritum Aristótelesar. Vangaveltur Sigurjóns um tilurð kenningarinnar eru skýrar og hann gerir grein fyrir tveimur meginhugmyndum verksins í stuttu máli (bls. vi-vii). Hér birtist þó almennur ljóður á útgáfunni, sem er lítilsverður en pirrandi. Þegar Sigurjón vísar tii greina um efnið eftir ýmsa höfunda nefnir hann iðulega heiti safnritsins (sem er getið í bókarlok) en ekki greinarinnar (sem stundum kemur hvergi fram), t.d. í neðanmálsgrein 2 á bls. vi: „Sjá Gillsepie, í Barnes/Schofield/Sorabji, 1979, s. 1-4, og Owen, í Barn./Schof./Sor., 1975, s. 17-21.“ Hér mætti Sigurjón að ósekju hafa slegið inn heiti greinanna. Af sama meiði eru tilvísanir hans til annarra verka Aristótelesar og samræðna Platons, sem hefðu mátt vera fleiri, en þar er sjaldnast getið hefðbundinna blaðsíðutala heldur iðulega látið nægja að vísa til heitis verksins. í kafla sínum um þýðinguna drepur Sigurjón á vandamál heimspekilegrar íslensku, einkum við þýðingar hugtaka. Þetta er sannarlega ekki auðleyst vandamál, en þýðandanum tekst jafnan ágætlega til. Reyndar myndi einfalda allar þýðingar á fornaldarheimspeki ef gert væri almennt yfirlit yfir hugtök ásamt þýðingum og skýringum. Þýðingin sjálf er trú frummálinu, næstum orðrétt á köflum, sem er bæði kostur og galli. Það er við ramman reip að draga eins og hver veit sem reynt hefur að þýða gríska heimspeki á íslensku. Stíll Aristótelesar er erfiður, með löngum setningum og snúnum. Þetta er ekki málfarið sem Aristótelsi var hampað fyrir í fornöld, enda var átt við útgefin verk og löngu glötuð. Þessi stfll virðist hæfa íslenskri tungu illa, sem lætur oft betur styttri setningar og skýrari. Punktalaus málsgrein upp á 6-7 línur með margvíslegum aðal- og aukasetningum er stundum, en alls ekki alltaf, sérkennileg íslenska. Þessarar grísku geldur þýðingin á köflum: Um skynjunina er svipað að segja, því hið skynjanlega virðist koma á undan skynjuninni, þar eð hið skynjanlega eyðir skynjuninni þegar það eyðist sjálft, en skynjunin eyðir ekki hinu skynjanlega; því skynjanimar em af efni, og þegar hið skynjanlega eyðist þá hcfur efnið líka eyðst, því efnið er líka skynjanlegt, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.