Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 117
HUGUR
Ritdómur
115
grein fyrir viðfangsefni Almœla . íslenskt heiti þessa verks, Almœli, er smíði
Sigurjóns, að ég held, og ber hún vitni um nákvæmni og smekkvísi í
þýðingum hugtaka sem öll útgáfan ber með sér.
Þýðandi eyðir talsverðu púðri í umfjöllun um heilleika verksins. Þar segir:
„Lengi var það viðtekin skoðun að fyrri hlutann mætti eigna Aristótelesi, en
hinn seinni væri ekki eftir hann, eða ef til vill brot úr öðru verki, sem fyrsta
útgefanda hafi þótt við hæfi að skeyta við“ (bls. v). Hér er hvergi getið hver
þessi fyrri hluti cr (þ.e. kaflar 1-9). Enn fremur er ekki ljóst hver „fyrsti
útgefandinn" er, en breytingin hefur löngum verið eignuð Androníkosi, sem
fyrr greinir, en hann var ekki fyrsti útgefandinn að rökfræðiritum
Aristótelesar. Vangaveltur Sigurjóns um tilurð kenningarinnar eru skýrar og
hann gerir grein fyrir tveimur meginhugmyndum verksins í stuttu máli (bls.
vi-vii). Hér birtist þó almennur ljóður á útgáfunni, sem er lítilsverður en
pirrandi. Þegar Sigurjón vísar tii greina um efnið eftir ýmsa höfunda nefnir
hann iðulega heiti safnritsins (sem er getið í bókarlok) en ekki greinarinnar
(sem stundum kemur hvergi fram), t.d. í neðanmálsgrein 2 á bls. vi: „Sjá
Gillsepie, í Barnes/Schofield/Sorabji, 1979, s. 1-4, og Owen, í
Barn./Schof./Sor., 1975, s. 17-21.“ Hér mætti Sigurjón að ósekju hafa slegið
inn heiti greinanna. Af sama meiði eru tilvísanir hans til annarra verka
Aristótelesar og samræðna Platons, sem hefðu mátt vera fleiri, en þar er
sjaldnast getið hefðbundinna blaðsíðutala heldur iðulega látið nægja að vísa til
heitis verksins.
í kafla sínum um þýðinguna drepur Sigurjón á vandamál heimspekilegrar
íslensku, einkum við þýðingar hugtaka. Þetta er sannarlega ekki auðleyst
vandamál, en þýðandanum tekst jafnan ágætlega til. Reyndar myndi einfalda
allar þýðingar á fornaldarheimspeki ef gert væri almennt yfirlit yfir hugtök
ásamt þýðingum og skýringum.
Þýðingin sjálf er trú frummálinu, næstum orðrétt á köflum, sem er bæði
kostur og galli. Það er við ramman reip að draga eins og hver veit sem reynt
hefur að þýða gríska heimspeki á íslensku. Stíll Aristótelesar er erfiður, með
löngum setningum og snúnum. Þetta er ekki málfarið sem Aristótelsi var
hampað fyrir í fornöld, enda var átt við útgefin verk og löngu glötuð. Þessi
stfll virðist hæfa íslenskri tungu illa, sem lætur oft betur styttri setningar og
skýrari. Punktalaus málsgrein upp á 6-7 línur með margvíslegum aðal- og
aukasetningum er stundum, en alls ekki alltaf, sérkennileg íslenska. Þessarar
grísku geldur þýðingin á köflum:
Um skynjunina er svipað að segja, því hið skynjanlega virðist koma á undan
skynjuninni, þar eð hið skynjanlega eyðir skynjuninni þegar það eyðist sjálft, en
skynjunin eyðir ekki hinu skynjanlega; því skynjanimar em af efni, og þegar hið
skynjanlega eyðist þá hcfur efnið líka eyðst, því efnið er líka skynjanlegt, og