Hlín - 01.01.1931, Síða 2
Kvennaskólinn á Staðarfelli
tekur til starfa 15. september og stendur til 21. júní.
Aðalnámsgreinar i bóklegu eru: (slenska, reikningur,
næringarefnafræði og heilsufræði. Verklegar námsgreinar:
Heimilishald, matreiðsla, mjólkurmeðferð, vefnaður, fata-
saumur og önnur handavinna, vélprjón og skrautprjón,
garðyrkja.
Inntökuskilyrði: Umsækjandi sje ekki yngri en 18 ára.
Að nýgefið heilbrigðisvottorð fylgi umsókninni.
Að umsækjandi sanni að hann hafi tekið fullnaðarpróf
samkvæmt fræðslulögum. Hver stúlka skal, þegar hún
kemur í skólann, greiða helming skólakostnaði og setja
tryggingu fyrir að hitt sje greitt á miðju skólaári. Skóla-
gjald er 75. kr. yfir námstímann. — Námsmeyjar og kenn-
arar hafa matarfjelag og sér skólinn um allar nauðsynjar.
Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði og dýnur, annan
sængurfatnað þurfa þær að leggja sjer til sjálfar.
Umsóknir sendist undirritaðri.
Sigurborg Kristjánsdóttir (forstöðllkona) staðarfeiii.
Húsmœðraskólinn á Hallormsstað.
Námstíminn er tveir vetur. Yngri deildirnar frá vetur-
nóttum til aprílloka; eldri deildar frá 20. sept. til aprílloka.
Aðalnámsgreinar eru: íslenska, reikningur, náttúrufræði,
eitt norðurlandamál, saumaskapur, vefnaður og prjón, en
I eldri deild: matreiðsla og heimilisstjórn.
Inntökuskilyrði, heilbrigðisvottorð, ábyrgð fyrir skilvísri
greiðslu skólakostnaðaðar.
Skólinn leggur nemendum til: kenslu, húsnæði, Ijós
og hita gegn 100 kr. skólagjaldi hvert skólaár. Matarfélag
starfar að líkindum við skólann. Skó'agjald og helming-
ur dvaldarkóstnaðar greiðist 1. november, en hinn helm-
ingurinn 1. febrúar.
Umsóknir sendist fyrir 15. ágúst n. k.
Sigrún P. Blöndal.