Hlín - 01.01.1931, Síða 11
Hlín 9
fyrirkomulag á byggingu sveitabæja og tóku margar
fundarkonur til máls og sýndu mikinn áhuga.
Tillaga kom fram frá Jónínu Líndal:
»S. N. K. skorar á Útvarpsráð íslands, að útvarpa
einu sinni á viku erindum, er snerta húsmæðrafræðslu,
sjerstaklega innanhúsströrf og barnauppeldi, og leyfir
sjer að benda á, að útvarpsstjórnin sje, að því er þetta
snertir, í samráði við Kvenfjelagasamband íslands«.
Var hún'samþykt í einu hljóði.
Tillaga frá Sigurlaugu Knudsen:
»Fundurinn lýsir óánægju yfir gerð þeirra bygg-
inga, sem reistar hafa verið með láni úr Byggingar- og
landnámssjóði, og óskar alvarlega að rikisstjórnin
hlutist til um, að fyrirkomulaginu verði breytt í hag-
kvæmari átt, t. d. að húsin verði ekki hærri en svo, að
eldhús og íbúð sje á sömu hæð«.
Tillagan samþykt.
Svohljóðandi tillaga samþykt frá Halldóru Bjarna-
dóttur:
»Fundur S. N. K. skorar á skólanefnd Kvennaskól-
ans á Blönduósi að taka þegar á þessu ári upp þann
sið, að halda 6—7 daga námsskeið í skólanum fyrir 6
hjeraðskonur árlega«.
Hjúknmarmál: Sigurlaug Knudsen, Sauðárkróki.
Brýndi hún fyrir konum þá nauðsyn, að hafa hjúkr-
unarkonur í sveitunum, og skoraði á þær að gefast
ekki upp við það.
Nefnd sú, er kosin var í tóskaparmálinu, kom fram
með álit sitt:
»Tóskaparnefnd sambandsfundarins ákveður og
leggur til að send sjeu til reynslu í tóvjelar 150 kg. af
góðri, toglítilli, hvítri 1. flokks ull, láta gera úr henni
hentugt sokkaband, tvöfalt og einfalt, lita það, láta
prjóna og ganga vel frá því. útboð verður gert um alla
þessa vinnu. Ullin gerir nefndin ráð fyrir að fáist að