Hlín - 01.01.1931, Page 15
Skýrslur frá fjelögum
Fjelagsskapur meðal kvenna í Ameríku.
Jeg hef verið beðin að senda »Hlín« dálitla skýrslu
um kvenfjelag það, er jeg hefi starfað í nokkur undan-
farin ár hjer vestan hafs: »The united farmers of
Manitoba«, ef vera mætti að lesendumir hefðu gamán
af að frjetta dálítið um fjelagsstörf kvenna hjer.
Eins og nafnið bendir til, er þetta samvinnufjelag
bænda í Manitoba, og er svipaður fjelagsskapur í Al-
berta, Saskatchewan og Ontario, vinna þau öll að einu
marki, en eru þó ekki í einni heild enn sem komið er.
Það hefur þó verið talsvert gert til þess að koma á
samvinnu á milli fylkjanna, en ekki borið fullkominn
árangur. að þessu. En samvinna er nauðsynleg, ef f je-
lögin eiga að geta afkastað því starfi, sem fyrir þeim
vakir. Sámvinnan eyðir misskilningi og tortrygni.
Fjelagsskapur þessi myndaðist 1903, og var í fyrstu
fyrir karla eingöngu, en svo gengu nokkrar konur í
fjelagið, og eftir því sem verkahringur þeirra innan
fjelagsins víkkaði, fjölgaði þeim svo, að 1916 var
mynduð sjerstök kvennadeild innan fjelagsins, og hafa
þær síðan unnið með karlmönnunum, en þó rætt öll sín
einkamál sjer og haft sína sjerstöku stjórn, sem sje
forseta, varaforseta, skrifara og tólf forstöðukonur,
því að Manitoba er skift í tólf kjördæmi eða deildir til
sambandsþings, óg hefur sú deiling verið látin ráða og
ein kona kosin fyrir hverja. Starfar sú kona með karl-
manni, sem kosinn er á sama hátt af karladeildinni,
bera þau ábyrgð á útbreiðslu og starfi fjelagsins í því
umdæmi. Jeg hef haft þá stöðu fyrir Selkirk-kjördæm-
ið síðastliðin fjögur ár og haft mikla ánægju af því
starfi, þó oft sje það erfitt að komast að heiman.