Hlín - 01.01.1931, Síða 17
Htin
15
nær einskisvirði, og ekki einu sinni markaður nema
fyrir nokkurn hluta þeirra. En vörur þær sem kaupa
þarf aftur á móti lítið lækkað í verði. Hefur fjelagið
gert sitt ýtrasta til að jafna þennan mun, og fengið
stjórnina í lið með sjer til þess að varna skuldheimtu-
mönnum að vera of nærgöngulir allslausum almúgan-
um, þangað til einhver allsherjar jöfnuður kemst á.
Ejelagið hefur stuðlað að stofnun allra hinna sam-
einuðu fjelaga, sem nú versla að miklu leyti með af-
urðir bændanna, og hefur þessvegna í raun og veru
tapað á því, sem fjelagsskapur, þar sem úr hópi fje-
lagsins komu mennirnir, sem settir eru í ráðaneyti
allra þessara stofnana.
Það eru yfir 200 deildir í fjelaginu til og frá um
fylkið. Skrifari okkar, mrs. Anna Gi’ay, sem hefur
skrifstofu í Winnipeg, tengir deildirnar saman með
því að hún skýrir þeim frá öllu, sem gerist víðsvegar
á fjelagssvæðinu. þannig myndast keðja, er tekur yfir
alt fylkið, hlekkirnir styðja að því, hver á sína vísu,
að sameiginlegt mark náist.
Sameinaða bændafjelagið hefur einn allsherjar fund
á hverjum vetri, mætast þar allir starfsmenn og kon-
ur fjelagsins: Forsetar, varaforsetar, skrifari og full-
trúar frá öllum deildum, sem efni hafa á að senda þá.
Gefa þá fastanefndir skýrslur yfir störf sín yfir árið.
Jeg hef haft það hlutverk síðustu tvo vetur að skýra
frá »Friðarhorfum í heiminum«.
Skýrslur eru einnig gefnar um þau mál, sem hjer
greinir: »Heilsufar«, »Mentun«, »Afurðasala bænda«,
»Innflutningur fólks til Canada«, »Náttúruauðæfi« o.
s. frv. Einnig eru rædd ýms vandamál bænda og til-
lögur lagðar fyxir þingið jog afgreiddar eftir bestu
vitund og svo sendar stjórn landsins.
Það er reynt að hafa góða skemtun í sambandi við
fundinn. Ágætir ræðumenn eru fengnir og söngur og