Hlín - 01.01.1931, Side 18
16
Hlln
hljóðfærasláttur svo vandaður, sem kostur er á, til
þess að gefa fundarmönnum færi á að hevra og sjá það
besta.
Áður en aðalfundur er haldinn, hafa kjördæmin
fundi með sjer til að ráðstafa málum sínum og undir-
búa allsherjar-fundinn. Eru þá kosnir starfsmenn fyr-
ir deildirnar og ráðstafað verki fyrir komandi ár.
Á hverju sumri er samkomudagur fyrir öll kjördæm-
in, í því skyni að menn geti skemt sjer saman og kynst
hver öðrum. Alt er gert til þess að dagurinn verði sem
skemtilegastur og þó um leið mentandi.
Einkunnarorð fjelagsskapar vors er: »Jafnrjetti
fyrir alla, en engin sjerrjettindi fyrir neinn«.
Jeg vil svo enda þessar línur með því, að gefa dálitla
skýringu á starfi litlu deildarinnar hjer í Árborg, hún
samanstendur af konum einum, og hefur verið starf-
andi nú í 12 ár. (Nú hefur verið stofnuð karladeild, og
býst jeg við, að þá aukist starf okkar stórum. Reynsl-
an hefur orðið sú, að þar sem karlar og konur hafa
unnið saman hafa deildirnar orðið farsælli).
Á undanförnum árum höfum við í sambandi við
Rauða krossinn fengið tannlækni hingað út í bygðina
fyrir aðeins hálfa borgun, og hefur þetta haft mikla
þýðingu fyrir mannmargar fjölskyldur, sem búa við
lítil efni. Einnig höfum við fengið lækni (sjerfræðing)
til þess að taka hálskirtla úr börnum, og hefur það
orðið mun ódýrara en að senda börnin til borganna í
þessu skyni.
Svo erum við að reyna að fá því til leiðar komið, að
öll börn sjeu bólusett gegn barnaveikinni, meðalið á
að vera óbrigðult, og væri þess sannarlega þörf að
spyrna á móti þeim hræðilega sjúkdómi.
Við höfum tekið á móti vörum til sölu frá blinda
fólkinu í Winnipeg, sem er að reyna að vinna fyrir