Hlín - 01.01.1931, Page 23
sjálfsagt margvfsleg'ar og óþarfi að rekja þær. Má
nefna gamlan vana; málið auðveldara en tungumál
sumra annara landa; jafnrjettisákvæði sambandslag-
anna, sem veita fslendingum auðveldari aðgang að því
að nema ýmislegt hjer en í öðrum löndum; kunningjar
eða ættingjar eru hjer fyrir (i Kaupmannahöfn munu
nú vera nálægt 800 manns, sem fæddir eru á íslandi)
o. s. frv.
Stúkurnar koma hingað í ýmsum erindum. Margar
koma til náms, einn vetur eða fleiri, á skólum eða
námsskeiðum, til atvinnunáms, eða til þess að vera
hjer um styttri tíma og læra eitthvað smávegis. I
gamla daga voru slíkar stúlkur kallaðar »sigldar«,
þegar þær komu aftur heim, og þá þótti í það varið
fyrir stúlku að vera »sigld«. Ilvort svo er enn, veit jeg
ekki. Enn koma aðrar til að stunda hjer eitthvert starf
eða í atvinnuleit. Einstök tilfelli munu hafa komið fyr-
ir, að stúlkur hafa komið hingað, án þess að hafa nein
sjerstök áform, hafa átt rjett fyrir farinu og siglt »út
í bláinn«. En þau tilfelli eru sem betur fer sjaldgæf.
Fyrir nokkrum árum ljet sendiráðið athuga mann-
talsskýrslurnar hjer, til þess að komast að raun um
tölu íslendinga hjer í Kaupmannahöfn o. f 1., sem sjá
mátti af manntalsskýrslunum. Meðal annars kom þá í
Ijós, að hjer í Kaupmannahöfn voi’u af íslensku kven-
fólki stærstir þessir 3 flokkar:
Giftar dönskum mönnum alls 91
Saumastúlkur — 80
Þjónustustúlkur — 75
Samtals í greindum 3 flokkum 246 kvenm.
Nær jafnmargt kvenfólk var, sem ekki fjell undir
þessa flokka, gamalmenni og ekkjur, sem höfðu ílendst
hjer, námsstúlkur, skrifstofustúlkur o. s. frv., auk