Hlín - 01.01.1931, Page 24
22
Hlln
kvenfólks, sem ekki varð sjeð af manntalinu hvað
starfaði.
Ef fara má eftir manntalinu, virðist íslenskt kven-
fólk, sem ekki er gift hjerlendum mönnum, þannig
helst stai’fa við sauma og húsverk, fyrir utan náms-
fólk.
Hver eru svo lífsskilyrði þessa kvenfólks og hvernig #
kemst það af?
Allur hávaðinn af islendingum hjer í Danmörku er
fátækt fólk, sem hefir lítið að bíta og brenna. Náms-
fólkið hefur venjulega úr litlu að spila; flestar íslensku
stúlkurnar, sem hjer eru giftar, virðast frekar hafa
giftst af ást en til fjár. Þjónustustúlkurnar hafa venju-
lega fæði og húsnæði; peningakaupið fer í föt og ýmis-
legt smávegis. Gamla fólkið lifir á ellistyrk eða ein-
hverjum slíkum styrk, sem stundum er »hvorki til að
lifa eða deyja af«. Saumastúlkurnar verða að sjá sjer
fyrir húsnæði, fæði og öðrum þörfum af svo litlum
tekjum; að furða er á að takast skuli.
Stúdent, sem lifir svo sparlega og svo rqglusömu lífi,
sem hægt er, kemst eklci hjer í Kaupmannahöfn af
með 100 danskar krónur á mánuði. Jeg veit ekki ná-
kvæmlega um kaup saumastúlkna. En jeg veit þó, að
sumar þeirra hafa haft frá 50 og upp í 80 danskar
krónur um mánuðinn. Margar þeirra draga fram lífið
fyrir kaup sitt, en það er sultarlíf. Jeg hef heyrt um
dæmi þess, að saumastúlka hefur jafnvel miðlað öðr-
um af þessu litla kaupi. Slíkt er aðdáunarvert. En
sældarbrauð etur sú ekki hjer. Sumar fá sjálfsagt ein-
hverja hjálp heiman að.
Eitthvað líkt því, sem jeg hef lýst hjer, eru kjör
margra íslensku stúlknanna, sem starfa hjer. Hvort
það er eftirsóknarvert, um það verður hver að dæma
eftir sínu viti og sínum smekk. Að námsfólk, sem ekki
getur unnið sjer neitt inn sjálft, en verður að lifa á