Hlín - 01.01.1931, Síða 36
34 HUn
eftir viku og tækju fljótlega við sínum venjulegu verk-
um.
Jeg hef oft spurt þær konur, sem hafa sagt mjer frá
erfiðleikum sínum á sænginni, hvort ljósmóðirin hafi
ekki getað bætt úr þessu og þessu. En þá hefur svarið
venjulega verið þetta: »Hún var farin«. Og svo eitt-
hvað á þessa leið: »Hún er aldrei svo sem neitt hjá
sængurkonunum«. »Hún 'fjekst ekki til að vera hjá
mjer nema einn eða tvo daga eftir að barnið fæddist.
Eða þá: »Hún gat ekki verið að heiman, því hún var
gift og þurfti að annast bú og börn sín«.
Þetta má ekki lengur svo til ganga, að sængurkonur
fái ekki góða hvíld og hjúkrun á sænginni. Allar þurfa
þær þeös með, jafnt þær ríku og óríku, giftu og ógiftu,
en mest þær sem erfiðast hefur gengið að fæða.
En þá er spurningin þessi: »Hver á að hjúkra þeim?«
Jeg fyrir mitt leyti álít að það sje eiginlega ekki
annara meðfæri en ljósmæðra eða lærðra hjúkrunar-
kvenna, því ekki er að tala um læknana til þess. — Þó
á einstaka heimili sjeu til nærfærnar konur, þá munu
óvíða vera til hin nauðsynlegu hjúkrunaráhöld. Þar að,
auki hafa sængurkonur oft gott af dálitlum meðulum,
sem ekki eru til á heimilinu.
Jeg veit ekki í hve mörgum sveitum nú eru starf-
andi hjúkrunarkonur, jeg hugsa að þær vanti allvíða.
Og eina hef jeg fyrir hitt, sem starfaði fyrir hjúkrun-
arfjelag, en taldi sig ekki skylduga til að skifta sjer
neitt af sængurkonum, og bar lækni þann sem hafði
kent henni hjúkrunarfræðina fyrir því, að hún þyrfti
ekkert að læra þessháttar, því það væri hlutverk ljós-
mæðranna.*)
En það lítur út fyrir að margar ljósmæður í sveitum
*) Þess skal getið, að sú hjúkrunarkona var ekki í Sambandi
hjúkrunarkvennafjelags Islands.