Hlín - 01.01.1931, Page 39
Hlln
37
vaninga. Það er svo gerólíkt og margfalt vandameira
að fara með þau innan fjögra daga heldur en þegar
þau eru orðin vikugömul eða meira. Það eitt mælir
með því að vissar konur annist þau fyrstu daga lífsins,
en ekki sín fóstran hvert barnið.
Svipað má og segja um sængurkonurnar, að það sje
heppilegra að æfðar konur stundi þær. Því það er
margt að varast í sængurlegunni, sem ólærðir viðvan-
ingar hafa enga hugmynd um. Og oft er hægt að draga
úr þjáningum sængurkvenna með ýmfeum smámunum,
sem viðvaningar hafa heldur ekki hugmynd um.
Að endingu vil jeg benda alþýðu manna á eitt atriði,
sem allir vita þó, en jeg er hrædd um að margir hugsi
of lítið út í. Nefnilega það, að nýfæddum börnum er
nauðsynlegur góður hiti. Þau eru óvær, ef þau eru köld
á höndum eða fótum, það er þó ekki neitt á móts við
það, ef allur kroppurinn kólnar. Litlu lungunum þeirra,
sem engu hafa vanist nema liggja í 37 stiga hita,
bregður mikið við, þegar þau fara að anda að sjer
miklu kaldara lofti. Og ef þar við bætist, að þau fá
kulda í sig utan að, þá er ekki von að barnið sleppi við
kvef og ýmsan lasleika. Nýfæddu og nýlauguðu barni
er því nauðsynlegt að það sje lagt í 37° heíta sæng, og
góðum hita viðhaldið í kringum það fyrstu dægrin, á
meðan það er að venjast við veraldarvolkið og safna
kröftum til að framleiða hitann sjálf.
Það er ábyrgðarmikið starf að fóstra barn á fyrsta
ári. Því fóstrið hefur áhrif á heilsu þess og hreysti alla
æfi. Þeim sem það starf hafa á hendi vil jeg ráðleggja
að lesa »Barnið«, eftir Davíð Scheving Thorsteinsson,
lækni. Það er áreiðanlega besta bókin, sem ennþá
hefur verið gefin út á íslenskri tungu um það efni,
enda bendir hún manni á margt, sem er mikils virði
fyrir barnið og auðvelt fyrir fóstruna að framfylgja.
»Barnið« mun fást hjá öllum bóksölum landsins.