Hlín - 01.01.1931, Side 40
38 Tílín
Jeg vona að þjer verðið við þeirri bón minni að birta
þessa grein í Hlín.
Það sem fyrir mjer vakir að greinin komi út þetta ár,
er bæði, að það er betur við eigandi vegna þess, að hin
margþráða- launahækkun okkar ljósmæðranna er nú
nýgengin í gildi, og svo ennfremur það, að nú stendur
til að samin verði ný reglugerð fyrir starfsemi okkar
Ijósmæðranna. En jeg efast um, að þeir sem hana
semja þekki nógu vel ástæður sveitakvennanna. Það er
varla von, að þeir geti ímyndað sjer, að þær sjeu jafn
bágbornar og þær eru. — Það þarf að brýna það ræki-
lega fyrir ljósmæðrum í sveitum að hafa vakandi sam-
visku fyrir starfi sínu og sýna sængurkonunum hjálp-
semi og ræktarsemi. Með því leggja þær grundvöllinn
að heilbrigði þjóðarinnar.
Gwðrún Jónsdóttir, ljósmóðir.
Undirfelli í Vatnsdal.
Minningargjafasjódur Landsspitala Islands.
Sjóðurinn var stofnaður 1916 og er nú orðinn
180.000 króna. Þetta fje hefur safnast á þann hátt, að
spítalasjóðsnefndin gaf út minningarspjöld og auglýsti
þau í sambandi við jarðarfarir. Almenningur keypti
spjöldin í stað þess að kaupa kransa til minningar um
látna vini. Fje því, sem inn kom fyrir spjöldin, var
haldið aðgreindu frá öðrum tekjum Landsspítalasjóðs-
ins þegar í upphafi, og ákveðið að verja því til að
styrkja efnalitla sjúklinga á hinum væntanlega Lands-
spítala!
Víðsvegar úti um land hafa konur tekið að sjer af-
greiðslu á minningarspjöldum sjóðsins, og árið 1924
sýndi Landssíminn fjársöfnun þessari þá miklu vel-