Hlín - 01.01.1931, Page 41
HUn
39
vild að láta símastöðvarnar afgreiða samúðarskeyti
fyrir Minningarsjóðinn, sjóðnum að kostnaðarlausu.
Þangað til sjóðurinn er orðinn kr. 250 þús., skal
helmingur vaxta leggjast við höfuðstól, síðan þriðj-
ungur, uns sjóðurinn er orðinn kr. 500 þús., en úr því
Vr, hluti vaxtanna. Því, sem ekki legst við höfuðstólinn,
skal varið til styrktar bágstöddum sjúklingum á Lands-
spítala íslands.
Þó ber þess að gæta, að fyrst um sinn standa kr. 125
þús. af sjóðnum í »útborgunardeild Söfnunarsjóðs fs-
lands«, en vextir af þeirri upphæð renna saman. við
höfuðstólinn og kemur því ekkert af þeim til úthlutun-
ar þann tíma, sem f jeð er geymt á þessum stað.
Sú upphæð, sem fyrst um sinn rennur til styrktar
sjúkum, er því helmingur af vöxtum þeirra 55 þús-
unda, sem ekki eni í »útborgunardeild Söfnunarsjóðs-
ins«.
Þessi styrkur verður þannig ekki mikill fyrstu árin,
en aftur því ríflegri síðar meir, þegar allur sjóðurinn
tekur til starfa.
Allar umsóknir um styrkveitingar skulu stílaðar til
formanns sjóðsins, frk. Ingibjargar H. Bjarnason,
Reykjavík. Þeim skulu fylgja efnahagsvottorð frá
lækni þeim, er sjúklinginn stundaði, áður en hann kom
á spítalann, og hlutaðeigandi sóknarpresti. Ennfremur
tillögur um styrkveitinguna frá yfirlækni og yfirhjúkr-
unarkonu þeirrar deildar Landsspítalans, sem sjúkling-
urinn liggur á.
Styrkur til sjúklings má aldrei vera minni en ]/3 af
öllum sjúkrakostnaði. Fyrsta styrk úr sjóðnum var út-
hlutað vorið 1931.
Prófessor Guðmundur Hannesson segir svo u'm leið
og hann gerir grein fyrir störfum sjóðsins:
»Konurnar hafa ekki gert það endaslept við Lands-
spítalann. Þær hafa gefið honum mikla fúlgu fjár til