Hlín - 01.01.1931, Síða 55
53
ffltn
gæfu til að sjá að okkur í tíma, íslendingar, í þessu
efni, því þetta er í raun réttri eitt af okkar stónnálum,
og hefur meiri þýðingu en við í fljótu bragði gerum
okkur grein fyrir.
Tökum öll höndum saman um að hrinda þessum
mikilvægu málum áleiðis í orði og verki, og látum
ásannast, að þjóðin fari að rísa upp úr þeim dróma,
sem útlent prjál og einskisnýtur hjegómaskapur hefur
mótað hana í.
Seyðisfirði 4. júlí 1931.
Elísabet Baldvinsdóttir.
Notið vjelaaflið.
Jeg sendi þjer nokkrar línur viðvíkjandi spunavjel-
unum, ef þú vildir birta þær í Hlín. Vera má að þær
hafi þau áhrif, að menn fari að hugsa um, hvort ekki
muni heppilegt að láta vjelaorkuna ljetta sjer erfiðið.
Mjer virðist áhugi manna fyrir að útvega sjer hand-
snúnar spunavjelar minni nú en var fyrir nokkrum ár-
um. Vera má að eftirspurn sje minni fyrir það, að þær
eru orðnar útbreiddar um land alt. En önnur ástæða
getur einnig komið til greina. i fyrstu eftir að menn
fengu vjelarnar, var víða unnið á þær nótt sem dag að
segja má, þar sem góðir spunamenn voru fyrir hendi.
Sóttu þeir verkið af kappi og urðu mjög eftir sig, og
sumir vart jafngóðir eftir, og vilja nokkrir þeirra
helst ekki snerta á því verki framar. Jeg hef haft tal
af nokkrum spunamönnum og hefur þeim fyllilega
boríð saman um þetta að öllu verulegu leyti.
En nú hefur mér tekist að gera þá endurbót á spuna-
vjelunum, að hægt er að snúa þeim, hvort sem heldur
vill með handafli eða vjelaafli. Breyti'ngar þær, sem
gera þarf á vjelunum, eru mjög smávægilegar, og sá
/