Hlín - 01.01.1931, Side 67
fílín
65
geta ekki staðist samkeppni við það útlenda og gefast
því upp. Ber margt til þess, meðal annars hln háu
vinnulaun og framleiðslutollurinn. En ætli það stafi
ekki meðfram og engu síður af því, að lándsmenn sýna
hinni innlendu framleiðslu lítinn sóma, láta hana ekki
einu sinni njóta jafnrjettis við hið útlenda, auk heldur
að hún sje tekin fram yfir. Það er alkunnugt, að það
hafa ekki þótt nein meðmæli, að varan væri íslensk,
þvert á móti. En þetta þarf að breytast. Þjóðin þarf
að vakna til meðvitundar um, að henni ber skylda til
að hlynna að sinni eigin framleiðslu. Það þarf að vekja
þann metnað í brjóstum landsmanna, að þeir taki inn-
lendu framleiðsluna framyfir þá útlendu og styðji
þannig einstaklingsframtakið, sem við í orði kveðnu
jafnan dáum, en það er ekki nóg, við þurfum að sýna
það í verkinu að við viljum að það sigri.
Jeg hef hjer fyrir framan mig nokkrar skýrslur,
sem sýna hvað nágrannaþjóðir okkar gera í þessu efni.
Vegna sívaxandi atvinnuleysis meðal hinna stærri
þjóða, leggja þær hið mesta kapp á að kenna almenn-
ingi að notfæra sjer innlendu framleiðsluna, vekja
þann metnað hjá þjóðinni að þurfa sem minst að sækja
til annara. — Þann metnað áttu íslendingar, þar til
fyrir einum mannsaldri síðan. Að vísu höfum við enn,
sem betur fer, ekki mikið af atvinnuleysinu að segja
og öllu því böli sem því fylgir, en þó svo sje ekki, þá
mundi það auka þjóðarmetnað vorn og þjóðarauð að
komast af með eigin afurðir sem mest, fjölga fram-
leiðslugreinum okkar og efla þær sem fyrir eru.
Af Norðurlandaþjóðunum eru Svíar sjálfstæðastir
í þessu efni, skýrslurnar, sem fyrir liggja, bera það
með sjer, að þeir borga innlendu vöruna oft mun
hærra verði, jafnvel alt að 30%, heldur en að láta
pantanir og útboð ganga út úr landinu, ef því er að
5