Hlín - 01.01.1931, Qupperneq 69
raun er á. En margir íleiri aðiljar koma og til greina:
Kvikmyndahúsin hafa gert sitt til að halda málinu vak-
andi. útvarpið flytur oft erindi um málið. Fjelagið
hefur vakandi auga á að ekki sje gengið fram hjá inn-
lendri framleiðslu, þegar um útboð ríkis eða bæja er
að ræða, héfur því oft með afskiftum sínum tekist að
koma í veg fyrir, að pantanir hafi' farið út úr landinu.
Það vakti mikið umtal í hitteðfyrra, er smíða átti hið
mikla og fagra orgel í Niðarósdómkirkju, sem lands-
menn, bæði austan hafs og vestan lögðu fje til. »Norsk
arbeide« kom þar á vettvang og taldi það hina mestu
smán, ef þessi vinna, bæði mikil og vönduð, færi út úr
landinu. Þeir sem hlut ættu að máli myndu, þegar
ástæður væru athugaðar, láta sjer lynda, þó nota yrði
annað orgel, minna og ófullkomnara, á ólafshátíðinni,
en að láta pöntunina ganga úr greipum sjer, þetta væri
þjóðarósk og þjóðarkrafa, sem ekki yrði gengið fram
hjá.
Happdrætti hafði oft gengið á bug við innlenda
framleiðslu, þegar þau hafa verið að kaupa inn dýra
muni. Þetta tekur fjelagið til athugunar, mönnum líðst
ekki annað en taka tillit til þessara krafa, þetta er
metnaðarmál alls landsins, og þjóðarmetnað eiga Norð-
menn í ríkum mæli.
Ungmennafjelögin norsku hafa tekið höndum sam-
an við »Norsk arbeide«, og það munar jafnan um æsk-
una þar sem hún legst á sveifina. »Ef æskan vill rjetta
þjer örfandi hönd, þá ertu á framtíðarvegk.
Fjelagið gengst ásamt fleiri fjelögum fyrir því, að
haldin er sýning í mörgum bæjum á allri norskri fram-
leiðslu einu sinni á ári. Stendur sú sýning yfir viku-
tíma, og er nefnd »Norska vikan«, og þykir það furðu
gegna, hve mikið aðsókn og sala á sýningu þessari
eykst hin síðari ár.
Pósthúsin hafa fyrir milligöngu »Norsk arbeide«
5*