Hlín - 01.01.1931, Page 75
Hlln
•73
Nemendur skólans sitji fyrir öðrum umsækjöndum
að námsskeiðum þessum.
II.
Kemtarar og nemendwc.
5. gr.
Við skólann starfar forstöðukona og 2 fastar kenslu-
konur. Ennfremur ræður forstöðukonan aukakennara
eftir því, sem þörf krefur og fjárhagur leyfir.
Forstöðukona hefur á hendi alla daglega stjórn skól-
ans og kenslu eftir því, sem við verður komið. Hún
varðveitir allar eignir skólans og semur skýrslu hans.
Hún annast búrekstur skólans, annaðhvort fyrir sinn
reikning eða skólans, eftir því sem um er samið við
skólaráð.
6. gr.
Að jafnaði má eigi veita yngri stúlkum inntöku í
yngri deild skólans en 18 ára. Þó getur forstöðukona
vei'tt undanþágu, ef sjerstaklega stendur á.
Nemendur greiði 100 krónur í skólagjald, þangað til
öðruvísi verður ákveðið. Fyrir þetta fá þeir kenslu,
húsnæði, rúmstæði með dýnum, ljós og hita. Áhöld til
námsins fá þeir einnig, en verða að greiða skemdir á
þeim. Þeir skulu hafa lokið fullnaðarprófi samkvæmt
fræðslulögunum, hafa læknisvottorð og ábyrgð fyrir
öllum greiðslum til skólans.
III.
Skólastjóm.
7. gr.
Yfirstjórn skólans hefur 3ja manna skólaráð. At-
vinnumálaráðuneytið tilnefnir einn mann í skólaráðið,