Hlín - 01.01.1931, Page 77
Hlin
75
Greinargerð
við reghigerö Húsmæðraskólans á Hallovmsstað.
Um 2. gr.
Eitt einkenni þess tíma, er við lifum á, er að þjóðar-
uppeldið er ekki lengur í höndum heimilanna einna
saman, heldur er það að nokkru leyti afhent skólunum.
Ýmsar aðrar breytingar á þjóðlífi okkar eru og þess
valdandi, að áhrifa heimilanna á uppeldi æskulýðsins
gætir minna en áður. Virðist því sjerstök ástæða fyrir
skólana að leggja áherslu á hina uppeldislegu hlið
námsins. Húsmæðraskólarnir þurfa ekki' síður að
hlynna að almennu uppeldi ungra stúlkna, en veita
þeim fræðslu. Hvorttveggja þarf að haldast í hendur,
en uppeldið er talið fyr, af því þar hlýtur grundvöllur
hins verklega náms að liggja, einkum þar sem sjerstök
nauðsyn ber til að haga því eftir landsháttum og öðr-
um aðstæðum. Sú fræðsla yrði næsta haldlítil, sem ekki
ætti rót í hugsunarhætti nemandans og afstöðu til
lands og þjóðar.
Um 3. gf. v
Námsgreinavalið er að rnestu leyti hið sama og tíðk-
ast í öðrum húsmæðraskólum hjer á landi. Þó mun
heldur meiri tími ætlaður til bóknáms í þessum skóla.
Virðist reynslan sýna, að flestar stúlkur, sem ganga í
húsmæðraskóla, afla sjer ekki frekari almennrar ment-
unar en þar er veitt, og sje því full ástæða til að auka
bóklegu fræðsluna, en til þess er möguleiki þegar gert
er ráð fyrir 2ja vetra skóla.
í bóknámi því, er skólinn veitir, ætlumst við til að
móðurmálið skipi öndvegi. ^ Sje engu minni áhersla á
það lögð að kynna nemöndum hið besta í bókmentum
þjóðarinnar, fornum og nýjum, en málfræðisnám. Mun