Hlín - 01.01.1931, Side 81
I
Hlín
79
Um 4. gr.
Stofnendur skólans hafa verið sammála um, að
námstíminn skyldi vera 2 vetur. Greinir þennan skóla
í því efni frá öðrum húsmæðraskólum hjer á landi.
Ástæðurnar, sem fyrir stofnöndunum vaka, eru þær
helstar, að' ofætlun sje að kenná á einum vetri alt það
verklegt nám, sem krafist er, og krefjast verður af
húsmæðraskólum í sveit. Við álítum, að annaðhvort
verði að fækka námsgreinum að miklum mun á þessum
skólum frá því, sem nú tíðkast, eða lengja námstímann.
Við höfum tekið síðari kostinn. — Það er ofætlun
hverri stúlku, sem ekki hefur annan undirbúning til
verklegs náms á húsmæðraskóla — handavinnu og
matreiðslu — en heimilin veita eins og þau gerast, upp
og ofan, — að læra á einum vetri matreiðslu, hússtjórn
og margþætta handavinnu að auki, svo vel, að námið
komi að því gagni, sem til er ætlast, verði ungum
stúlkum veruleg hjálp, þegar þær stofna heimili sjálf-
ar. Mentun sú, er skólarnir veita í þessum efnum, þarf
að vera nægileg húsmæðraefnum, þannig að stúlkur
þurfi ekki að leita sjer frekari mentunar annarstaðar
til undirbúnings húsmóðurstarfinu.
Gera má ráð fyrir, að staðhættir sveitabúskapar á
fslandi verði þannig um langt skeið, að heimilin þurfi
að vera sjálfum sjer nóg um mai'gt fleira en heimili í
kaupstöðum og bæjum. Á sveitaheimili verður að gera
þær kröfur til húsmóðurinnar, að hún kunni að sauma
megnið af þeim fatnaði, er heimilið þarfnast, kunni að
vefa algengan 4-skeftan vefnað og geti notfært sjer
spuna- og prjónavjel. Og kröfur þær, sem gerðar eru
nú á húsmæðraskólum til matreiðslunáms og heimilis-
stjórnar, mun flestum koma saman um, að fremur
þurfi að auka. Þessi störf eru svo fjölþætt og mikils-
varðandi, ekki aðeins fyrir hvert einstakt heimili held-