Hlín - 01.01.1931, Page 84
82 Élln
xnánuði vegna vornámsskeiðanna og haustnámsskeiðs
eldri deildar.
Um 6. gr.
Aldurstakmark nemenda er, eins og í öðrum hús-
mæðraskólum, miðað við það að nemandinn hafi náð
fullum líkamsþroska.
Um skólagjaldið er farið eftir lögum um hjeraðs-
skóla.
Um 7. gr.
Sjálfsagt þótti, að þessi tvö stærstu fjelagasambönd
á Austurlandi ættu fulltrúa í skólaráðinu, þar sem þau
ásamt ríkisstjórninni, eru aðalstofnendur skólans.
Kvenfjelagasamband íslands.
Af því að mjer sem formanni Kvenfjelagasambands
íslands, er skylt að gera konum grein fyrir, til hvers
þetta samband er stofnað og hvert við viljum stefna,
þá langar mig til að biðja Hlín fyrir nokkrar línur þar
að lútandi.
Eins og fjölda mörgum konum er kunnugt var það
frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, sem kom á fót Lands-
fundum kvenna. Annar Landsfundur kvenna var hald-
inn á Akureyri 1926. — Fundurinn ræddi ýms áhuga-
mál kvenna, þar á meðal húsmæðrafræðslu og hús-
mæðraskóla. — Varð þetta til þess að nefnd var kos-
in í þetta mál, og var kölluð »Húsmæðrafræðslunefnd
Landsfundar kvenna á Akureyri 1926«. — Henni var
falið að sækja um fje til Búnaðarþingsins, þegar það
kæmi saman 1927. Jeg var ein þeirra, er kosin var í