Hlín - 01.01.1931, Side 85
Hlín . 83
nefnd þessa. Af því að jeg var búsett í Reykjavík, varð
það mitt hlutskifti að ræða mál þetta við Búnaðar-
þingið, og fyrir frjálslyndi þess, fjekk jeg að flytja
fyrirlestur um málið á Búnaðarþinginu 1927. Varð það
til þess, að samþykt var tillaga frá búnaðarmálastjóra
Sigurði Sigurðssyni, þar sem búnaðarfjelagsstjóminni
er heimilað að skipa nefnd til þess að rannsaka ástand
húsmæðrafræðslunnar hjer á landi og í nálægum lönd-
um. Nefnd þessa sátu frú Guðrún J. Briem, búnaðar-
málastjóri Sigurður Sigurðsson og jeg. Skilaði nefnd-
in áliti sínu nokkru fyrir Búnaðarþing 1929.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að við íslend-
ingar stæðum nágrannaþjóðunum langt að baki í allri
fræðslu, er heyrt getur undir orðið húsmæðrafræðsla.
Nefndin gerði tillögur og kröfur á hendur Búnaðarfje-
lagi fslands, að það kæmi búnaðarmálum kvenna í það
horf, sem þjóðin mætti vel við una.
Fjárhagsnefnd Búnaðarþingsins fjekk nefndarálitið
til umsagnar, og komst hún að þeirri niðurstöðu, að
þar sem Búnaðarfjelagið hefði aldrei farið þann veg
með þessi mál, sem æskilegt og nauðsynlegt hefði verið,
og þar sem konur hefðu fengið öll stjórnmála rjettindi
á við karla, þá leiddi það af sjálfu sjer, að konum væri
veitt fje til umráða og framkvæmda fyrir þessi mál.
En til þess, að fjárveitingavaldið sæi sjer fært að gera
það, yrðu konur að styrkja fjelagsskap sinn og binda
hann föstum skipulangsböndum, vildu þeir styrkja
okkur til þess, bæði með fjárframlögum og fram-
kvæmdum.
Búnaðarþingið 1929 veitti svo kr. 3000.00 til þess
að koma á sambandi milli allra kvenfjelaga á landinu,
og fól hinni sömu nefnd að koma þessu í framkvæmd.
í landinu eru yfir 100 kvenfjelög. Þó vantar mikið á,
að kvenfjelag sje í hverri sveit en það þarf að verða,
að því marki á að stefna. Með fjelagsskapnum þverr
6*