Hlín - 01.01.1931, Síða 86
84
Hlin
tortryggnin og einangrunin hverfur. Víðsýni og sam-
úð, hjálpsemi og kærleikur fá yfirhöndina. Það er al-
veg ótrúlegt, hve miklu þessi litlu kvenfjelög í hinum
ýmsu sveitum og bæjum hafa komið miklu góðu til
leiðar.
Það síðasta, sem jeg hef heyrt um framtak lítils
sveitar kvenfjelags er það,að fjelagið færði veikri fje-
lagssystur 500 kr. að gjöf. Það hefðu ekki konur í
bygðarlagi þessu gert, ef ekki hefði verið til fastbundin
kvenfjelagsskapur í sveitinni. Kvenfjelag hefur komið
á unglingaskóla, hjelt honum uppi 2—8 vetur, nú hefur
sveitin tekið hann að sjer. Fjelögin hafa prýtt kirkjur
og í kringum kirkjurnar, þegar forráðamönnum hjer-
aðanna hefur tekist að endurbyggja þær á eyðimelum
eða óræktarhólum. Þau hafa bygt fundahús í samlög-
um við ungmennafjelög, þau hafa lagt fram fje til
sjúkraskýla. Þau hafa komið á fót gamalmennahælum,
kostað hjúkrunarkonur og margt fleira.
Elsta kvenfjelagasambandið á landinu: Kvenfjelaga-
samband Suður-Þingeyinga, hefur komið á stofn Hús-
mæðraskólanum á Laugum, er nú hefur starfað í tvö
ár við góðan orðstír. Forstöðukona hans er fr. Krist-
jana Pjetursdóttir frá Gautlöndum. —
Slíkt hið sama hefur Kvenfjelagasamband Austur-
lands gert. Það gekst fyrir að reistur yrði Húsmæðra-
skóli á Hallormsstað. Það eru mörg ár síðan fyrsta fjeð
var gefið til þess skóla, eða til Kvennaskóla á Hjeraði
(það var um 1870), en það er fyrst eftir að frú Sigrún
P. Blöndal hefur stofnað Samband milli kvenfjelag-
anna í Austfirðingafjórðungi, að þetta kemst í fram-
kvæmd. Á síðastliðnu hausti tók skólinn til starfa, og
er frú Sigrún P. Blöndal forstöðukona hans.
Þá er enn ótalinn Húsmæðraskólinn á' ísafirði, sem
kvenfjelagið »ósk« hefur komið á fót og starfrækt í
mörg ár. Forstöðukona hans er fr. Gyða Maríusdóttir.