Hlín - 01.01.1931, Side 87
Hlín
85
Enn er margt ótalið, sem kvenfjelögin hafa látið sig
skifta. Öll hafa þau, að meira eða minna leyti, haft líkn-
arstarfsemi með höndum, og fram hjá henni ganga þau
aldrei, það er konunni meðfætt að hjálpa þeim bág-
stöddu. Jeg vona að það verði aldrei nítt úr eðli
hennar.
Að endingu vil jeg minnast þess, að það vóru konur,
kosnar úr ýmsum kvenfjelögum í Reykjavík, sem geng-
ust fyrir fjársöfnun til Landsspítalans, en að þeirri
fjársöfnun unnu ekki einungis konur hjer í Reykjavik,
heldur konur út um alt land. Því í sambandi við aðal-
nefndina hafa kvenfjelög og einstaklingar staðið, sem
fje hafa safnað í Landsspítalasjóðinn. — Var það því
ekki að furða þó konur yrðu undrandi, þegar ríkis-
stjórnin, við opnun Landsspítalans, varla mintist
kvennanna, því síður að hún sæmdi forgöngukonurnar
heiðursmerkjum þjóðarinnar. Virðist þó svo, að það
hefði sómt sjer vel við það tækifæri að sýna konum
landsins ótvíræða virðingu fyrir forgöngu þeirra i
þessu mikilsverða máli.
Jeg hef nú skýrt nokkuð frá því hverju konur hafa
komið til leiðar með samtökum og fjelagsskap. Virðist
mjer það rökrjett afleiðing, að ef fjelögin sameinuðu
sig í stærri fjelagsdeildir, þá yrðu þau sterkari og
máttarmeiri.
Það var þetta, sem vakti fyrir Búnaðarþinginu, þeg-
ar það hvatti okkur með ráðum og fjárframlögum til
að sameina okkar fjelagsskap og sniða hann sem mest
eftir Búnaðarfjelagi Islands og Fiskifjelagi íslands.
Þessi fjelög vinna hliðstætt, annað að framförum land-
búnaðarins, hitt að framförum fiskiveiðanna. Þessi
fjelög ná yfir alt landið. f sveitum og þorpum eru fá-
menn fjelög, sem svo eru sameinuð í fjórðungs deildir,
þar eru rædd þau mál, sem fjórðungasamböndin vilja
fá framgengt á Búnaðarþinginu eða Fiskiþinginu. —