Hlín - 01.01.1931, Side 91
HUn
89
Við sækjum um styrk enn á ný, og gerum það þangað
til við höfum komið menningarmálum kvenna i það
horf, sem við getum unað við.
Við konur verðum að muna það, að okkur ber að
leggja fyrstu undirstöðuna að uppeldi barnanna. Sú
undirstaða verður að vera traust. Við berum ábyrgð á
siðferði barnanna óg við berum ábyrgð á siðferði þjóð-
arinnar. Við verðum að gera okkur þetta ljóst, og hver
og ein okkar þarf að fullkomna starf sitt og alla fram-
komu svo að til fyrirmyndar sje. Við verðum ekki talin
siðuð þjóð, meðan foreldrar blóta yfir vöggu barna
sinna eða banna börnunum með blótsyrðum.
Nú fækkar óðum þeim heimilum, sem hafa verið
leiðarljós í uppeldi og menningu þjóðarinnar. f stað
þeirra koma húsmæðraskólarnir, og hefur þeim fjölg-
.að til sveita nú á síðustu árum.
En eitt ættu forstöðukonur þessara skóla að muna,
að gera þá sem líkasta heimilunum eins og þau mega
best vera, og að það sem unnið er þar sje nothæft fyrir
sveitalífið.
Við konur þurfum að fylgjast vel með starfi þessara
skóla, sjá um að þeir sjeu ekki sveltir af fjárveitinga-
valdinu, og að þeim sje stjórnað af kærleika og um-
hyggjusemi.
Ungar stúlkur ættu að setja sjer það mark og hafa
þann metnað að setja ekki bú nema hafa notið ment-
unar í heimilisstörfum í nokkra mánuði, og þá helst í
okkar innlendu húsmæðraskólum. Þeir eru ekki fleiri
en það, að þeir eiga allir að vera fullskipaðir.
Að endingu vil jeg minna konur á að gæta vel feng-
ins kosningarrjettar. Þeir tímar hafa verið, að konur
hafa mist rjettindi, af því að þær fylgdu þeim ekki
eftir. Sagan endurtekur sig.