Hlín - 01.01.1931, Page 93
Hlln
91
kenslu, greiða ferðakostnað starfsmanna sinna, skrif-
stofukostnað o. fl. Til alls þessa sjáum vjer oss eigi
fært að komast af með minna fje, ef til er tekið.
Vjer áætlum kostnað við þessa starfsemi þannig:
Laun fjögurra kenslukvenna .. .
Kensluáhöld til matreiðslu o. fl. .
Ferðakostnaður .................
Landsþing kvenna ............. .
Stjórnarkostnaður og skrifstofufje
Ýmiskonar kostnaður .......... ,
kr. 9000.00
— 3000.00
— 1500.00
— 4000.00
— 2000.00
— 500.00
Samtals kr. 20000.00
2. Til heimilisiðnaðarfræðslu og vinnustofu förum
vjer fram á að veittar verði kr. 15000.00. Hvort þetta
fje verði veitt oss til umráða eða Heimilisiðnaðarfje-
lagi íslands, sem að undanförnu hefur notið 6000 kr.
styrks, gerum vjer eigi að kappsmáli, en oss dylst eigi,
að ef arður af heimilisiðnaði á að aukast að nokkrum
mun, þá þarf að vinna ötuliega að því, að koma upp
föstum námsskeiðum, þar sem kensla, munnleg og
verkleg, geti farið fram mest alt árið. Þetta getur eigi
orðið nema með auknum fjárframlögum, og vjer vænt-
um þess, að hin háa ríkisstjórn sje oss sammála um,
að nauðsyn beri til, að efla heimilisiðnað vorn sem mest
og best.
3. Þá förum.vjer fram á, að hin háa ríkisstjórn setji
á næstu fjárlög upphæð, sem ætluð verði til að koma
upp húsmæðraskóla í Reykjavík. Á undanförnum árum
hafa verið reistir húsmæðraskólar í öllum landshlutum,
allir upp til sveita. Hinsvegar er enginn skóli, sem
sjerstaklega sje ætlað að vinna fyrir kaupstaðina í
þessum efnum. Vjer teljum þessa þó brýna þörf, því
húsmæðrafræðslan í sveitum og kaupstöðum er sitt
hvað.