Hlín - 01.01.1931, Síða 94
92
Hlln
Ef húsmæðraskóli yrði stofnaður í Reykjavík, ætl-
umst vjer til, að bærinn legði fram helming stofnkostn-
aðar.
4. Að síðustu förum vjer fram á, að á næstu fjár-
lögum verði áætlað fje til þess að koma upp kennara-
skóla í húsmóðurstörfum. Hvort sá skóli yrði sjálf-
stæður eða í sambandi við húsmæðraskóla gæti komið
til álita. Búnaðarfjelag íslands hefur á sínum tíma,
(þá það þáði gjöf til stofnunar húsmæðrafræðslu í
landinu), lofað að sjá húsmæðrafræðslunni farborða.
Það mun því telja sjer skylt að styðja þetta mál, enda
hefur það ljóslega komið fram á síðustu Búnaðarþing-
um. Vjer teljum kensluskóla fyrir kennara húsmæðra
mjög nauðsynlegan, 'því fræðsla íslenskra húsmæðra á
að miðast við íslenska staðhætti, en það verður því að-
eins, að hjer sje hægt að afla sjer fræðslu í þeim efnum.
Vjer sjáum eigi ástæður til að orðlengja þetta frek-
ar, en væntum alls hins besta af hinni háu ríkisstjórn.
Reykjavík, 12. nóvember 1930.
f stjórn Kvenfjelagasambands Islands:
Ragnhildur Pjetursdóttir. Guðrún J. Briem.
Guðrún Pjetursdóttir.
Til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins.
Hvernig á eldhúsið að vera?
Oft hefur mjer dottið í hug að reyna að lýsa því,
hvernig jeg kysi helst að hafa tilhögun í eldhúsi.
Þó jeg hafi lítið þurft að gegna eldhúsverkum, þá
hefi jeg mikið hugsað um, hvernig eldhúsin yrðu hag-
anlegast útbúin, og þar sem »Hlín« hefur hreyft þessu