Hlín - 01.01.1931, Qupperneq 96
94
tilín
þurfi að geyma og hvemig sett, með þessari einu gerð
eldhússins fyrir augum, án þess tillit sje tekið til ann-
ars herbergjaskipunar. q j
Vestur-Húnavatnssýslu.
Kartöflubrauð.
Þjer mælist til þess, að jeg segi yður hvernig jeg
nota kartöflur í flatbrauð eða kökur, sem við nefnum
svo. Allar úrgangskartöflur nota jeg í kökur og hænsn.
Þegar búið er að sjóða kartöflurnar, tek jeg það besta
til að borða, óbreytt, næst tek jeg í kökur, hýði það
volgt og mala í vjel, þjappa því svo saman í böggul á
disk eða fat, þar til það er ískalt, t. d. til næsta dags.
Tek jeg þá kartöfluböggulinn og hnoða rúgmjöli uppí,
þar til mjer þykir deigið mátulega hart. Hnoðar maður
mjölinu svo gætilega í deigið, að það fari sem minnst
í hröngl, svo ekkert hrat komi í trogið. Gott að elta
deigið vel, en gæta þess að hnoða ekki of miklu mjöli
í, en að deigið sje svo, að maður ráði vel við að fletja
það út, verða kökumar þá mjúkar og mjög ljúffengar.
Sje rúgmjölið mjög gróft, er betra að hafa ögn af
hveiti með. (Jeg mjöla kökuna undir keflið með hveiti).
Líka er ágætt að láta eina skeið af vel leknu skyri í
deigið og hnoða með kartöflunum, kemur þá betri lyft-
ing í deigið. Líka má láta ögn af sódadufti í þess stað.
Drýgir þetta mjöl, jafnvel að þriðja parti, fyrir utan
hvað kökumar verða miklu betri.
Hefi jeg þá sagt hvernig jeg bý til kartöflukökur.
Guðbjörg A. Þorleifsdóttir,
Múlakoti í Fljótshlíð.