Hlín - 01.01.1931, Side 100
98 , títín
Á þessum tímamótum, þegar »HIín« er 15 ára gömul,
finn jeg mjer skylt að senda þeim, sem hafa stutt ritið
með ráðum og dáð um lengri eða skemri tíma, kæra
kveðju mína og þakkir fyrir samvinnuna á liðnum ár-
um.
Að ritið hefur getað haldið sínu upprunalega verði,
þó það hafi stækkað talsvert og myndir bæst við, er
mest því að þakka, hve ósjerplægnar og duglegar út-
sölukonurnar hafa verið, bæði með því að selja vel, en
sjerstaklega með því að standa í skilum með borgun
og taka lítil sölulaun. Alt þetta þakka jeg ykkur kær-
lega, góðu konur. Það hefur verið mjer óblandin á-
nægja að vinna með ykkur að þessu verki, sem jeg hef
trú á að verði að gagni fyrir land og lýð, einkum af því
að þið vinnið að því sjálfar með alúð og áhuga.
Jeg ljet svo um mælt, þegar jeg eftir ósk norðlenskra
kvenna tókst á hendur að hrinda þessu fyrirtæki af
stað á eigin ábyrgð, að jeg gerði það með því skilyrði,
að konurnar styddu mig í starfi, seldu ritið vel, stæðu
dyggilega í skilum með greiðslur og tækju lítil sölu-
laun. Jeg leit svo á, að þetta væri eiginlega skylda
þeirra, ef þeim væri nokkuð ant um málgagn sitt, þessa
skyldu gætu þær int af hendi, ef þær vildu.
Þetta hafa konurnar líka gert vel og dyggilega. Og
þær hafa gert meira, þær hafa beðið Guðs blessunar
yfir starfið og þær hafa sent mjer margar þakklætis-
og árnaðaróskir, sem hafa ljett undir með mjer á ýms-
an hátt. Af þessu leiðir, að ritið hefur náð vinsældum
og mikilli útbreiðslu, hefur náð til allra landsmanna,
þó því væri í fyrstu markaður bás hjer norðanlands.
Jeg þakka ykkur fyiúr, hve drengilega þið tókuð á
móti »Hlín«, konur góðu, og jeg óska þess af alhug, að