Hlín - 01.01.1931, Side 102
100
títtn
nefna: Ýms atriði viðvfkjandi góðu og skynsamlegu
uppeldi, nærgætni við menn og skepnur, höfðingslund,
trygð, þolgæði, greiðvikni, snarræði, nýtni, hagsýni,
orðheppni o. s. frv.
Enda jeg svo línur þessar með kærum kveðjum til
allra sem hjer eiga hlut að máli. Vona að þeir láti
»Hlín« njóta góðs gengis eins og að undanförnu, og að
hún hinsvegar megi koma sjer vel hjereftir sem hing-
Halldóra Bjarnadóttir.
Snarrœði.
Það vildi til fyrir nokkrum áratugum, að kona ein á
Sílalæk í Þingeyjarsýslu, Kristín Jónsdóttir frá Fjöll-
um, var að þvotti við bæjarlækinn. Heyrir hún þá í
nokkurri fjarlægð mikið skvamp í læknum. Þýtur hún
við þetta að brú, er var á læknum, og sjer tvö börn af
heimilinu liggja í vatninu undir brúnni. Lækurinn var
æði djúpur, en Kristín hikar ekki við að stökkva út í
hann til að ná börnunum. Þrífur hún þau bæði upp úr
læknum meðvitundarlaus, og fjekk þannig bjargað
þeim báðum frá drukknun með snarræði sínu og hug-
dirfð. Börnin höfðu verið að leika sjer á brúnni, en
dottið út af henni í lækinn. — Mörgum mundi hafa
orðið að telja víst, að börain væru dáin og um björgun
gæti ekki verið að ræða. En hugrekki Kristínar og
skynsamleg ályktun varð til þess, að henni auðnaðist
að bjarga þaraa í einni svipan tveimur mannslífum. Og
það er meira afreksverk en flestum hlotnast að inna af
hendi. Mun þetta atvik þó aldrei fyr hafa verið fært í
letur. Það sýnir hversu mikilsvert er að geta neytt