Hlín - 01.01.1931, Side 103
Hlin
101
orku hugar og handa, þegar í harðbakka slær, þó það
skifti ekki ætíð jafnmiklu eins og hjer varð raun á.
S. K.
Stadarfellsskólinn.
Sökum þess að engin prentuð skýrsla um starfsemi
Staðarfellsskólans hefur verið út gefin, og fyrirkomu-
lag skólans og starfsemi þar af leiðandi lítið kunn al-
menningi, vil jeg biðja »HIín« fyrir stutt greinarkorn,
,ef takast mætti að skýra frá stofnun skólans og starf-
semi hans. Sjerstaklega kemur það sjer vel vegna
hinna mörgu fyrirspurna um skólann, sem tekur
drjúgan tíma að svara. Staðarfellsskólinn tók til starfa
15. sept. 1927 sem einkaskóli undirritaðrar, og hlaut
nafnið »Húsmæðraskólinn á Staðarfelli«. Hann fjekk
þá styrk úr ríkissjóði, enda starfaði hann eftir reglu-
gerð, er samin var í samráði við atvinnumálaráðherra
Magnús Guðmundsson, og undirrituð af honum. »Hús-
mæðraskólinn á Staðarfélli« starfaði tvo vetur við
ágæta aðsókn, en afarþröng húsakynni. Því þótt íbúð-
arhús það, sem Magnús bóndi Friðriksson hafði bygt
hjer á jörðinni, væri mikið og vandað hús, þá reyndist
það ófullnægjandi sem skólahús, þar sem margvísleg
verkleg kensla fer fram, svo sem matreiðsla, vefnaður,
fatasaumur, vjelprjón, osta-, smjör- og skyrgerð o. s.
frv. auk bóklegs náms, en fyrir frábæra lægni, lipurð
og skilning samverkakvenna við skólann, var hægt að
ná ótrúlega góðum árangri.
1 júní 1929 var »Kvennaskóli Herdísar og Ingileifar
Benediktsen« stofnsettur hjer á Staðarfelli og lauk þá
um leið einkaskóla mínum. En með því að sá skóli hef-