Hlín - 01.01.1931, Side 105
Hlín
103
ar sauma og hve mikið; hið sama gildir um prjón og
að nokkru leyti um vefnað.
Tilhögun í starfi skólans:
Fyrri hluta námstímans, eða rúmlega þrjá fyrstu
mánuðina er aðaláhersla lögð á matreiðslu, auk þess á
auðveldari fatasaum og fínni hannyrðir. Og í bókleg-
um námsgreinum: íslensku, stærðfræði, næringarefna-
fræði og heilsufræði.
Fyrsta hálfa mánuðinn er sýniskensla á hverjum
degi. Námsmeyjum er kynt námssviðið og tækin,
hyernig nota skuli hvert fyrir sig. Þeim sýnd gerð eld-
stónna og að kveikja upp í þeim. Sýndur uppþvottur á
borðbúnaði og eldhústækjum og frágangur, eftir að
búið er að nota þau. Sýnd dagleg ræsting á hinum
ýmsu herbergjum, búa um rúm o. fl. Sýndar aðferðir
við að leggja á borð og að ganga um beina. — Ýmsar
suðureglur eru sýndar um leið og kensla fer fram í
matargerðinni.
Auk framangreindrar sýniskenslu eru sýningartím-
ar einu sinni í viku, allan veturinn, og þá unnið að
ýmsu, er lýtur að vefnaði, prjóni og saumaskap (sniða-
gerð, máltaka o. fl.). Að vorinu hefur svo verið höfð
sýniskensla í ýmsum eggjarjettum, áleggsrjettum, búð-
ingum, brauðsmurningu o. fl.
Námsmeyjum er skift í flokka. Helmingur vinnur
við matreiðslu, bökun, slátur- og pilsugerð, niðursuðu,
smjör-, skyr- og ostagerð og þvotta. Hinn helmingur-
inn vinnur að fatasaum, vjelprjóni, vefnaði, fínni
hannyrðum. — Tvær stúlkur vinna saman í númeri og
vikulega er skift á númerum. Hver stúlka endurtekur
6 sinnum hin ýmsu störf, nema þvott aðeins 3—4
sinnum. Meiri hlutinn af fínni hannyrðum, útsaum,
skrautprjóni o. þ. h. hefur verið unnið utan við skyldu-
nám, og hafa laugardagskvöidin verið þar drýgst.