Hlín - 01.01.1931, Síða 106
104 Hlín
Húsræsting fer aðallega fram á morgnana, áður en
bóklegt nám byrjar.
Fyrri hluta vetrar er þveginn þvottur í hverri viku,
en eftir nýjár aðra hvora viku. Eftir nýjár er náms-
meyjum fækkað í eldhúsinu, þá eru aðeins tvær stúlk-
ur við matreiðsluna í einu og tveir bakarar, sem baka
annanhvorn dag.
Bóklegir tímar byrja á morgnana kl. 8, og standa
yfir til kl. 9/2, þá breiða námsmeyjar yfir rúm sín og
skifta um föt, þær sem setjast inn við handavinnu.
Verklegt nám byrjar kl. 10 f. m. og heldur áfram til
kl. 6'/4 e. m., með klukkutíma matarhljei (12—1) og
klukkutíma kaffihljei (3—4). Bóklegur tími er frá kl.
4—5 e. m. Kvöldverður borðaður kl. 7. Háttað og Ijós
slökt kl. 10 alla virka daga, nema á laugardagskvöld-
um.
Með ofangreindri tilhögun skiftast tímar hjer um bil
þannig:
Verklegt:
Ræsting, þvottur og viðgerðir ............. 130 st.
Matreiðsla öll, niðursuða, mjólkurmeðferð
og ýms eldhússtörf ....................... 720 —
Garðyrkja, verkleg....................... 50 —
Handavinna: Saumur, vefnaður, prjón . . 390 —
Bóklegt:
fslenska ..................................... 80 st.
Stærðfræði ... .: .................. 85 —
Næringarefnafræði, einnig efna- og eðlisfræði 80 —
Uppeldisfræði og þjóðfjelagsfræði ..... 29 —
Heilsufræði og hjúkrun sjúkra ................ 72 —
Garðyrkja .................................... 14 —
Kensluna við skólann hafa annast þrír kenniarar. —
Flestar hafa námsmeyjar verið 20. Síðastliðið haust