Hlín - 01.01.1931, Qupperneq 108
106
Hlln
boðstólum. Á síðastliðnu vori var hjer, á meðan skól-
inn stóð yfir, haldið vikunámsskeið fyrir aðkomukon-
ur. Var þar sýnd ýmiskonar matreiðsla, niðursuða,
pilsugerð, flutt erindi o. fl. Heilsufar hefur altaf verið
ágætt í skólanum, kvef yarla þekst.
Staðarfelli 5. ágúst 1931.
Sigurborg Kristjwnsdóttir.
Elliheimilið „Höfn“ á Seyðisfirði.
Ritstjóri »Hlínar« hefur mælst til að fá nokkrar
upplýsingar um Elliheimilið »Höfn« handa blaði sínu.
Hefur það dregist lengi að verða við þeim tilmælum,
en nú viljum vjer með fáum orðum skýra frá þessu
máli.
Kvenfjelagið »Kvik« á Seyðisfirði hafði í nokkur ár
safnað fje í þeim tilgangi að stofna elliheimili hjer í
bænum. Haustið 1928 rjeðst fjelagið í að kaupa hús-
eign fyrir kr. 16,500. Fjelagið borgaði kr. 10,000 út í
hönd, en varð að taka kr. 6,500 lán til að greiða hús-
verðið. Húsið er vandað, 12 herbergi, kjallari, fjós,
hlaða, skúr og tún, sem fóðrar eina kú. Einnig fylgir
trjá- og matjurtagarður, sem hefur gefið af sjer 2—3
tunnur af rófum, einnig rabarbara og ýmiskonar
grænmeti. f húsið vantar miðstöð, vatnssalerni og fl.,
en úr því verður nú vonandi hægt að bæta. í fyrra-
haust var nokkur hluti hússins járnklæddur, og verð-
ur lokið við það bráðlega. Einnig verður reynt að koma
upp miðstöð, svo fljótt sem auðið er.
. Heimilið var nefnt »Höfn« og tók til starfa 12. jan.
1929. Ráðskona var ráðin og vinnukona. Innanhúss-