Hlín - 01.01.1931, Síða 109
Hlin
107
muni og öll áhöld þurfti fjelagið auðvitað að kaupa,
svo sem venjuleg húsgögn, rúmstæði, rúmfatnað o. fl.
og er því skuldabagginn orðinn talsvert þungur. Frá
ríkissjóði fjekk fjelagið upp í stofnkostnað kr. 2,500,
og 1931 1000 króna styrk. Það var ágæt hjálp, og von-
ar fjelagið að halda þeim styrk framvegis.
Á heimilinu hafa verið alls 18 manns. Þaraf hafa
nokkrir dáið, komið þangað þungt haldnir af veikind-
um. Nú sem stendur dvelja þar 8 manns. — í fyrra
hafði bærinn leigt þar 1 stofu, sökum rúmleysi's á
sjúkrahúsinu, og dvöldu þar alls 9 Englendingar.
Einnig hafa aðkomumenn fengið leigt herbergi þar,
þegar rúm hefur verið, um lengri eða skemmri tíma.
Þakklátssemi.
Amerisk smdsaga.
Það er alkunnugt, að Abraham Lincoln, Bandaríkja-
forseti, unni móður sinni hugástum. Hann blessaði og
heiðraði minningu hennar alla æfi, og þó var hann
barn að aldri, aðeins 9 ára gamall, þegar móðirin dó.
»Alt á jeg það henni að þakka, hvað úr mjer hefur
orðið«, sagði hann oft.
Jeg ætla nú að segja ykkur söguna af forsetanum og
sáralækninum Jóhanni Wilkins. Þegar saga þessi gerð-
ist geysaði þrælastiúðið í Bandaríkjunum. Jóhann Wil-
kins var ungur læknir og í mjög miklu áliti sem sára-
læknir. Særðu hermennirnir vildu sem flestir komast
undir hans hendur, er ótti dauðans greip þá. — Jóhann.
var önnum kafinn frá morgni til kvölds. Hann gaf sjer
ekki einu sinni tíma til að skrifa móður sinni, vikum