Hlín - 01.01.1931, Page 112
»Heimskingi«, þrumaði Lincoln, »vanþakkláti sonur,
þú kallar dýrgripi móður þinnar, ættargripina, óþarfa-
þing, áem sjeu best geymdir á söfnum. Svei, þessum
hugsunarhætti!« — Læknirinn stokkroðnaði en stillti
sig vel.
Forsetinn spratt á fætur og benti á skrifborð sitt og
, sagði: »Komið hingað, setjist niður, og skrifið sam-
stundis móður yðar til«. —- Hjer var ekkert undanfæri.
Læknirinn settist í stól forseta og skrifaði móður sinni.
Brjefið var slitrótt, því ávítur og lítilsvirðing gerir
rnanh ekki vel hæfan til brjefaskrifta.
Forsetinn skálmaði fram og aftur um gólfið, meðan
læknirinn skrifaði og leit við og við í brjefið yfir öxl
hans. »Skrifið þjer nú utan á brjefið og fáið mjer þáð,
jeg skal koma því til skila«. Svo bætti hann við í alvar-
legum róm: »Svo gætið þjer þess, Jóhann Wilkins, að
skrifa móður yðar vikulega, meðan þjer eruð við þéssa
herdeild, ef jeg kemst að því að þjer óhlýðnist þeirri
skipun, set jeg yður undir herrjett«.
Jóhann stóð upp, fjekk forseta brjefið og beið næstu
skipunar. Forsetinn gekk enn um gólf. Hann nam stað-
ar við gluggann og horfði út um stund. Loks sneri
hann sjer við og segir hlýlega: »Ungi maður, munið
það, að það er ekkert göfugra til í fari mannsins en
þakklátssemin. En á hin'n bóginn er heldur ekkert til
eins ódrengilegt í fari nokkurs manns eins og van-
þakklætið. — Hundarnir gleyma ekki velgerðum, þeir
eru þakklátir fyrir vingjarnleg orð og atlot. Að mín-
um dómi er hinn almenni þakkardagur þjóðarinnar
mesti hátíðisdagurinn á árinu«.*)
Góðri móður eigum við næst Guði mest að þakka og
*) »Thanksgivingday«, síðasti fimtudagur í nóvember, er hátíö-
legur haldinn í Bandaríkjunum. Það er almennur þakkardag-
ur til minningar um að uppskeran er komin í hús.