Hlín - 01.01.1931, Síða 113
Hltn 111
því ætti þakkardagurinn að vera vígður minningu
mæðranna næst Guði«.
Lincoln þagði um stund, sneri sjer aftur að gluggan-
um og horfði út. Það var kuldalegt út að líta, snjór yf-
ir öllu og frosthart.
»Ekkert er jafn nístandi kalt og vanþakklætið«,
sagði hann við sjálfan sig. Hann rjetti Jóhanni hönd-
ina, báðir voru hljóðir um stund. »Þjer megið fara,
drengur minn, lifið vel«, sagði forsetinn.
Jóhann gekk upp strætið eins og í leiðslu, hann var
bæði hryggur og reiður.
Tveir hermenn komu ríðandi á móti honum, fóru af
baki við gistihúsið og gengu inn. Jóhanni fanst hann
þekkja hestinn, sem annar maðurinn reið. Gráni kumr-
aði í áttina til hans og virtist þekkja hann líka og
nuddaði hausnum upp við hann. Gat það verið, að
»Pílagrímur«, gamli vinur, væri þarna kominn? Jú,
örið á makkanum sagði til sín. Jóhann tók um háls
hestsins og gat ekki tára bundist. — Fólkið, sem gekk
um götuna horfði undrandi á, en flýtti sjer fram hjá,
það voru svo margir sem grjetu í Washington í þá
daga. — Þegar hermaðurinn, sem átti hestinn, kom út
aftur, segir læknirinn: »Mig langar til að fá þennan
hest keyptan, herra liðsforingk. »Jæja«, sagði her-
maðurinn hlægjandi, »jeg held, sannast að segja, að
það sje einhver svipur með ykkur«. — »Lofið mjer að
segja yður sögu hestsins, jeg skal ekki tef ja yður lengi.
Nafn mitt er Jóhann Wilkins læknir við 4. herdeild«.
— »Já, jeg þekki yður af afspurn og snilli yðar«, svar-
aði hermaðurinn. Hvernig er svo sagan?«
»Móðir mín átti hestinn, en seldi hann, þegar jeg
var við nám, svo að jeg gæti haldið áfram. Nú langar
mig til að kaupa hann aftur og færa henni hann sjálf-
ur, jeg hef sparað mjer saman dálítið fje«.
»Já, blessaðir, takið hestinn, þjer skuluð fá hann