Hlín - 01.01.1931, Page 114
Í12
mln
fyrir það, sem jeg gaf fyrir hann. Segið móður yðarfrá
mjer, að jeg vildi óska, að móðir mín væri á lífi, svo
jeg gæti sýnt henni einhvern þakklætisvott. Vegna
minningarinnar um hana geri jeg yður nú þennan
greiða«. — »Þakka yður kærlega fyrir, herra minn«.
Viku seinna var Jóhann læknir kominn áleiðis til
heimkynna sinna. Hann fór með járnbrautarlest svo
langt sem hann komst inn í landið, flóabáturinn, sem
gekk upp eftir ánni, var hættur að ganga. Hann tekur
»Pílagrím« út úr flutningsvagninum og ríður síðustu
mílurnar. Enn einu sinni blasir Ohiodalurinn við sjón-
um hans. Honum finst hann sjá hæðirar í fyrsta sinn,
„ og þó hefur hann mörgum sinnum áður farið þessa
sömu leið. Hann man vel eftir síðustu ferð sinni á þess-
um slóðum. Það var þegar hann reið með föður sínum
um sóknina í húsvitjunarferð. Þetta var í fyrsta skifti,
síðan hann átti tal við Lincoln forseta, að honum hafði
komið faðirinn í hug. Hin nývaknaða þakklátssemi
hans hafði að þessu eingöngu verið bundin við móður-
ina. Átti hann föður sínum þá ekkert að þakka?
Það þurfti þrek og stillingu til að tjarga lífinu í
hermennina eins og þeir komu útleiknir frá vígvellin-
um.
Það þurfti dugnað og viljafestu til að komast áfram,
bláfátækur, við háskólanámið.
Hvaðan kom honum sá kjarkur og sú skapfesta?
Hann rifjaði enn einu sinni upp fyrir sjer ferðirnar
með föðurnum, er hann fór milli safnaðanna í Vestur-
Virginíu. Prestsþjónustan var erfið og margt við að
stríða, en jafnan gat faðirinn greitt úr vandræðum
sóknarbama sinna.
Um sólarlag náði Jóhann heim að Brekku til móður
sinnar. Gamla konan sá til hans út um gluggann sinn,
þekti brátt bæði hest og riddara og hljóp út til móts
við son sinn. Jóhann kastaði sjer um háls móður sinn-