Hlín - 01.01.1931, Side 115
Hlín
113
ar og grjet eins og barn: »Góða móðir mín, fyrirgefðu
mjer. Jeg hugsaði ekki út í.... Jeg skildi ekki ....«
Margir synir og margar dætur hafa, bæði fyr og
síðar, farið að líkt og þessi ungi maður. Og svo mun
enn verða, Guði sje lof, meðan kærleikur og þakkláts-
semi eru við líði í heiminum.
Sitt af hverju.
Frá Hellissamdi er skrifað: — Kvenfjelag Hellis-
sands hjelt 10 ára afmæli sitt hátíðlegt þ. 6. janúar
1931. Afmælisfagnaðurinn fór fram í eigin húsi kven-
fjelagsins, samkomuhúsinu á Sandi, og var setið að
veislunni með ræðum, söng og dansi frá kl. 9 að kvöldi
og fram undir morgun daginn eftir. Voru þarna nær
100 manns samankomnir, því allar konurnar höfðu
með sjer gesti, einn eða fleiri.
Ræður fluttu sr. Magnús Guðmundsson, sóknarprest-
ur og A. Clausen, kaupmaður. Formaður fjelagsins
bauð gesti velkomna, en frú Sigríður Sýrusdóttir flutti
almælisbarninu fallegt kvæði, sem hún hafði sjálf orkt.
Frú Sigríður Bergmann stóð fyrir veitingum fyrir fje-
lagið.
Á þessum 10 árum hefur fjelagið reynt að efla
margskonar framfarir, en aðalstarf þess er þó hjúkr-
un sjúkra. í 5 ár er fjelagið búið að hafa hjúkrunar-
konu í þjónustu sinni, til mikilla þæginda fyrir bygð-
arlagið. Á síðastliðnu ári fór hreppsfjelagið að launa
hjúkrunarkonuna að hálfu leyti móti kvenfjelaginu og
sýnir það vinsældir málsins.
Fjelagskonur eru nú 40, þær halda fundi einu sinni
8