Hlín - 01.01.1931, Side 116
114
Hlín
í hverjum mánuði að vetrinum, en að sumrinu ekki,
nema ef sjerstök mál liggja fyrir.
Fjórar heimilisiðnaðarsýningar hefur fjelagið hald-
ið og oft hefur það styrkt sjúklinga, einkum fátækar
konur.
Stefnuskrá fjelagsins er: Mennmy og sjálfstæði
kvenna og hjálparsta/rfsemi.
Fjelagsandi hefur ávalt verið góður, og mætti svo
segja, að í fjelaginu sje einn andi og ein sál, stjórn
fjelagsins hefur jafnan verið endurkosin hin sama. Á
Landssýninguna 1930 ljetu konur sauma altarisdúk,
gerði það ein fjelagskona: Kristbjörg Rögnvaldsdóttir,
ljósmóðir; var svo dúkur þessi gefinn Ingjaldshóls-
kirkju í jólagjöf 1930 frá Kvenfjelagi Hellissands.
Á fundum sínum skemta konur með upplestri og
segja stundum sögur. I. Á. S.
Af Suðurlandi er skrifað: — Það hefur verið lítið
um fundi hjá okkur í vetur. Harðindi, illviðri og ófærð
hafa gert alt ómögulegt. En nú er blessuð hlákan kom-
in, og alt er strax búið að fá annan svip. Þá ætlum við
að hugsa okkur til hreyfings, og reyna að hrista af
okkur vetrarmyrkrið og kuldann, og reyila að vinna
eitthvað gott og gagnlegt í- sameiningu. Nú langar mig
mest til að kvenfjelagið reyni að fá stúlku í sveitina,
sem gæti hjúkrað þegar með-þyrfti, og helst líka hjálp-
að konunum á annan hátt, verið vinur þeirra og ráð-
gjafi, umbótamanneskja, velviljuð, greind, þrifin og
fjölhæf í ýmsu verklegu, en síðast en ekki síst hjarta-
góð. »God och glad skal mánnisket vára«, eins og
Selma Lagerlöf segir einhversstaðar. Hvar heldurðu að
svona manneskju væri að finna?
Jeg er oft að hugsa um, hve konurnar hafi mikla
þörf fyrir svona heimilisvin, sem gæti með áhrifum
sínum, kunnáttu og góðleik gert feiknamikið gagn.