Hlín - 01.01.1931, Síða 120
118
Hlin
ur það ekki gengið eins vel út og jeg bjóst við, vegna
þess, hve kaupm. eru duglegir að flytja það inn, og vilja
heldur selja það, þótt hálfskemt sje, heldur en nýtt
fullþroskað, sem vaxið hefur í íslenskri mold. En þó
vona jeg að mjer takist að ná sæmilegum viðskiftasam-.
böndum með tímanum.
Jarðarber ræktaði jeg í sumar og voru þau bæði
stór og fögur.
Ef jeg verð hjer mörg ár, mun jeg margt reyna að
rækta, og með tímanum vildi jeg halda garðræktar-
námsskeið og námsskeið í matreiðslu grænmetis, með
því gæti e. t. v. unnist nokkuð góðu málefni til sigui's.
Systir mín kom í sumar vestan frá Kyrrahafi. Henni
leist vel á garðinn minn, og sagði sumt í honum eins
þroskamikið og hún hefði sjeð það best vestur í Amer-
iku, t. d. blómkál.
Anna í Laugarási skrifar veturinn 1931: Síðastliðið
sumar fjekk jeg þó nokkuð af fullþroskuðum hvítkáls-
hausum, vóg sá stærsti 10 pund. Tvær ertutegundir
þroskuðust alveg, gulrætur uxu sæmilega. Jeg hafði,
þó nú Ijeti ver í ári en undanfarið, ótrúlega mikið gagn
og blessun af görðunum mínum, og oft kemur mjer í
hug hinn forni málsháttur: Hollur er heimafenginn
baggi. Hann er ekki gripinn úr lausu lofti, heldur
bygður á staðreyndum margra kynslóða og getur átt
víðar við innan vjebanda heimilisins heldur en hvað
matinn áhrærrr, og er það þó auðvitað mjög stórt at-
riði.
Frá Eyrarbakka er slcrifaö: — Garðyrkjan gekk vel
á endanum hjer á Eyrarbakka, við fengum feikistór
blómkálhöfuð, hvítkál vel sæmilegt og savojkál, þó var
sumarið kalt. H.
Úr Vestfwðingafjórðungi er skrifað: — Jeg má til
að minnast ofui'lítið á garðinn minn, hann var fallegur