Hlín - 01.01.1931, Qupperneq 123
■Hlin
121
börnin mín yfir óvitaaldurinn, án þess að tískutildur
og ranghverft menningarbrask fái togað þau til sín.
Jeg bið þig, góða mín, að taka ekki þetta sem von-
leysisvíl. Jeg ætla nú að reyna að halda velli sem
lengst. En mjer finst eins og svölun í því að minnast
á þetta við einhverja manneskju, sem skilur, hve afar-
áríðandi það er að kunna að meta sitt eigið land, gull
og gjafir Drottins, og vera ekki á harða hlaupum eftir
því hnossi, sem býr í eigin barmi. S.
Sveitakona skrifar: — Þetta sem jeg sendi þjer er
litað úr njóla, tágamuru, brennisóley, reynfangi, blóð-
bergi og skógarlaufi, svo eru fjórir litir úr mosa, það
sem á spjaldinu er: ljósbrúnt, rauðbrúnt og móbrúnt.
Það dökkrauða úr blóðbergi, og síðan látið ofan í kúa-
hland. En móbrúna mosalitar-efnið var látið liggja í
kúahlandi um stund áður en litað var. Dökkgrænu lit-
irnir báðir sömuleiðis látnir liggja í því eftir litun.
Bara að jeg hefði nú haft ástæður til að vefa eða
sauma með þessum litum á sýninguna, jeg hefði verið
til með að eyða til þess svefntíma mínum, en mig vant-
aði java, og jeg treysti mjer ekki til að vefa glit til-
sagnarlaust, en konur og menn þurfa að fá að sjá, hve
fagra liti á fold við eigum — og endingargóða. Mjer
sárnaði það svo mjög, að enginn vottur af þessum lit-
um sást á sýningunni í B. — Hugsaðu þjer ábreiðuna
frá E., hefðú verið íslenskir litirnir í henni. — Það
kostar ekki meira að lita úr jurtum en öðru, það er þá
bara að tína grösin. — Ef jeg tóri í sumar, skal jeg ná
fleiri tegundum af lit. J.
Úr Vestmannaeyjum: — Að áliðnu sumri, seinni
part ágústmánaðar, halda Vestmannaeyingar hina ár-
legu þjóðhátíð sína í Herjólfsdal. Er þar margt um
manninn þá tvo daga, sem hátíðin stendur yfir. Eyja-