Hlín - 01.01.1931, Síða 128
126
Hlín
Kvœði
flutt á Sambandsfundi norðlenskra kvenna á Akureyn
3. júní 1930.
Fylkið ykkur fram í stríðið,
fram í gegnum myrkrið svart,
ört skal stigið, engu kvíðið,
alt í einu verður bjart,
það er landið ljóss og friðar,
land, sem nema verður skjótt,
sól þar gengur síst til viðar,
sjáið, þar er engin nótt.
Fylkið ykkur, fram skal halda,
fetið leiðir, skyldan knýr,
örðugleika ótalfalda
yfirstígur kraftur nýr,
störfin ljettast, hönd skal hendi
hvetja, styðja á grýttri braut,
sópum burt með viljans vendi
vanþekking og hverri þraut.
Berið fánann fram á veginn,
friðarmerki kærleikáns,
geislum vafin, gulli slegin,
greyptur orðum sannleikans.
— »Sá er bróðurbyrði tekur
bestu gjöf að launum fær«,
— hans í hjarta vorið vekur
veglegt blóm, er stöðugt grær.
Þegar mikið þarf að vinna,
þurfa margar hendur til.
Að veiku fræi er vert að hlynna,
og vel má stilla þroskaspil —,