Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 103
Uppe ld i og menn tun
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Grunnskólar í ólíkum byggðarlögum
Kynning á aðferð til að skoða og greina félagslega stöðu skóla
Tilgangur verkefnisins Grunnskólar í ólíkum byggðarlögum (GÓB) er að kanna félags-
lega stöðu grunnskóla og gagnvirkt samspil skóla og þess samfélags þar sem þeir starfa. Mark-
miðið er að skoða að hvaða marki efnahagur og atvinnuhættir í byggðarlagi, ásamt ráðandi
lífsviðhorfum fólks, hafa áhrif á starfshætti og árangur viðkomandi grunnskóla. Fræðilegur
bakgrunnur verkefnisins liggur innan virknikenninga um uppeldi, nám og kennslu og kenn-
inga um gildaviðhorf og áhugahvöt, með áherslu á félagslega og efnahagslega áhrifavalda. Í
GÓB-verkefninu hefur megináhersla verið lögð á að þróa vinnugögn og móta verklag. Lýsa
má verkefninu sem vettvangskönnun þar sem beitt er blandaðri rannsóknaraðferð, þ.e. við-
tölum og spurningalistum og starfsaðstæður skólans kannaðar að auki. Reynt var markvisst
að leita eftir sjónarmiðum sem flestra, bæði launaðra starfsmanna og annarra þeirra sem hags-
muna eiga að gæta innan skólans eða utan, nemenda, foreldra, kennara, annarra starfsmanna
en kennara, skólastjórnenda og yfirstjórnar skólans, einu nafni nefndir starfendur grunn-
skóla.
Í lokaviðtali var fjallað um sex álitaefni (temu) sem talin eru mikilvæg í skólastarfi. Við-
mælendur úr öllum starfendahópum sýndu temunum áhuga, höfðu margt til málanna að
leggja og tóku oftast afstöðu. Þetta má telja mikilvæga niðurstöðu í sjálfu sér. Sem dæmi um
einstök álitamál mætti nefna að þegar spurt er um skýringar á lélegum námsárangri einstakra
nemenda þá nefnir stór hluti viðmælenda úr starfendahópum lélega kennslu eða leiðinlega
sem eina helstu ástæðuna. Kennarar skera sig nokkuð úr og vísa oftar til félagslegra aðstæðna
á heimili nemandans og lítils stuðnings af hálfu foreldra. Um þriðjungur foreldra telur náms-
kröfur of litlar en hitt er þó e.t.v. athyglisverðara hve mörgum þeirra finnst formlegum kröfum
illa fylgt eftir og að þær beinist ekki að þeim nemendum sem geta risið undir þeim. Líta má á
þau brot af niðurstöðum sem birtast í greininni sem sýnishorn af því efni sem fyrir liggur úr
verkefninu í heild enda hefur ekki verið unnið úr því nema að hluta til. Hagnýt not þeirrar
aðferðar sem hér er kynnt gætu t.d. verið við greiningu á skólastarfi og þá jafnframt þegar
unnið er að þróunarstarfi eða innra mati í skólum.
103
J Ó N A S P Á L S S O N
A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R
Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N