Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 53
gangsverkefni. Hann telur að mótun sameiginlegrar framtíðarsýnar sé hluti af námskrárgerð og kannski mikilvægasti hluti hennar. En til þess að framtíðarsýn hafi tilætluð áhrif þurfa allir í stofnuninni að taka þátt í að móta hana og eigna sér hana. Það dugir skammt að samþykkja framtíðarsýn með hálfum huga ef hún á að þjóna tilgangi sínum (Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson, 1998). Mikilvægi almennrar þátttöku starfsmanna í áætlunum og ákvörðunum kemur víða fram. Í riti menntamálaráðuneytisins Sjálfsmat skóla (1997) segir að grundvallarfor- senda skólanámskrárgerðar sé að allt starfsfólk skóla sé tilbúið að leggja sitt af mörkum enda eigi skólanámskráin að endurspegla sameiginleg markmið og vera öflugt þróunartæki hvers skóla. Owens (2001) talar um hugtakið hlutdeild (ownership) og segir að ákvarðanataka snúist um þátttöku í að leysa viðfangsefni og jafnframt þátttöku í að taka ákvarðanir. Hann segir að hlutdeild stuðli að meiri ábyrgð hjá fólki gagnvart árangri stofnana. Með því að vera hluti af markmiðssetn- ingu og ákvörðunum hópsins finni einstaklingar hagsmuni í því að vinnan gangi vel. Slíkt örvi hópavinnu sem sé einkenni árangursríkra stofnana. Dalin (1993) segir að skapa verði hlutdeild um hugmyndir og um breytingaferlið en bendir á að það sé að- eins hægt þegar einstaklingar treysti hver öðrum og ræði opinskátt saman. Bloom (2000) talar einnig um traust og segir að þátttaka starfsmanna í ákvarðana- töku tryggi ekki endilega betri árangur, heldur þurfi að ríkja traust á milli starfs- manna til þess að ákvörðun nái fram að ganga. Opið og traust umhverfi skapist þegar stuðlað er að skoðanaskiptum og hún segir að fólk verði að fá að tjá tilfinningar sínar án hræðslu við aðfinnslur. Traust er undirstaða breytinga að mati Evans (2001) sem hann telur enn nauðsynlegra þegar stofnun stendur í breytingum sem kosta mikla fyrirhöfn og færni, sérstaklega stofnanir á borð við skóla sem bjóða upp á takmark- aða ytri hvatningu (peninga, stöðu, völd). En hann bendir jafnframt á að traust sé jafn brothætt og það er dýrmætt og ef það bregst sé nær ógjörningur að bæta fyrir það. Því er haldið fram að það sem gerist á meðan skólanámskrá er í smíðum, þ.e. ferlið sjálft, sé ef til vill mest um vert. Samskiptin, samvinnan, upplýsingarnar, vitneskjan, samstaðan sem hún stuðlar að, sé líklega hinn raunverulegi ávinningur og sá mikil- vægasti (Menntamálaráðuneytið, 1991). Spodek og Saracho (1994) segja þýðingar- mikið fyrir félagslegar þarfir fólks að það finni að öðrum þyki vænt um það og sé um- hugað um velferð þess. Tilfinningalegur stuðningur sé máttugt afl sem stuðli að já- kvæðum starfsanda og gagnkvæmur stuðningur starfsmanna og traust í starfsum- hverfinu geti leitt af sér samábyrgð. Þau segja opin tjáskipti nauðsynleg til að komast hjá misskilningi og umhverfi sem stuðlar að vinveittum, styðjandi tengslum, hjálpi einstaklingum að öðlast starfsánægju og sjálfskennd. Að þeirra mati á skólaumhverfið að einkennast af sameinuðum liðsanda, sterkri stéttarvitund, sameiginlegum fag- legum skilningi og koma þurfi í veg fyrir klíkumyndanir. Samkvæmt Neugebauer (1998) er þrennt sem stuðlar að starfsánægju hjá kennur- um. Í fyrsta lagi að starfið sé merkingarbært, kennari verður að finna mikilvægi, gildi og verðleika vinnunnar. Ef hann trúir því að kennslan hafi tilætluð áhrif á börnin mun hann vinna vel til að svo verði. Í öðru lagi að finna til persónulegrar ábyrgðar gagnvart árangri vinnu sinnar. Hafi hann stjórn á áætlunum og framkvæmd í I N G V E L D U R H R Ö N N B J Ö R N S D Ó T T I R 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.