Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 112

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 112
Stjórnendur í þéttbýlisskólanum taka í sama streng og aðrir um að ung börn séu óagaðri og ókyrrari en áður. Þeir tiltaka flestar sömu skýringar og aðrir starfendur en benda jafnframt á að hlutur kennara í uppeldismótun ungra nemenda sé verulegur og að merkja megi óöryggi bæði meðal foreldra og kennara í umgengni við börnin. Í skólanum í sjávarþorpi vildu stjórnendur skólans ekki taka undir að börnin væru almennt ókyrrari en áður en fannst þó mega merkja að yngri nemendur hlustuðu af minni athygli og einbeiting þeirra væri slakari. Uppeldisaðstæður væru mjög breyttar. Nefndu þeir sérstaklega að börn búi nú alveg frá fæðingu við miklu meiri hraða og skort á kyrrð og ró bæði heima hjá sér og annars staðar. Þeir tóku fram að samskipti nemenda við börn af erlendum uppruna gangi yfirleitt vel. Í sveitaskólanum eru stjórnendur skólans þeirrar skoðunar að nemendur séu yfirleitt frjálslegri og ófeimnari en áður en höfnuðu því að yngstu nemendur væru almennt ókyrrari en fyrir 10–20 árum. Aðstæður nemenda á heimili töldu þeir svipaðar og hjá börnum í þéttbýli. Nemendur kynnu að vísu „ýmislegt fyrir sér“ í framkomu og orðbragði en þeim væri fljótt gert skiljanlegt að slíkt yrði ekki liðið í skólanum. Sú afstaða bæri árangur enda starfsfólk samtaka um að láta það ekki viðgangast. Í þéttbýlisskólanum telur fulltrúi yfirstjórnar skólans að merkja megi aukna ókyrrð meðal ungra nemenda. Skýringar liggi í uppeldisaðstæðum og umhverfinu. Hann vísaði því á bug að leikskólinn eigi hér einhverja sök og lagði áherslu á að samstarf foreldra og skóla væri lykill að umbótum í þessum efnum. Í skólanum í sjávarþorpi hafði viðmælandi frá yfirstjórn skólans ýmislegt að athuga við félagspólitík og skólastefnu síðari ára. Að hans mati er einelti síst meira nú en áður fyrr en grunnskólinn sjálfur ætti reyndar verulegan þátt í vanlíðan og slæmri hegðun nemenda sökum þeirrar margvíslegu mismununar sem þar viðgengist. Skýr- ingar á neikvæðri hegðun barna og unglinga megi einkum rekja til tveggja þátta, tímaleysis foreldra og skaðlegra áhrifa frá tæknimiðlum nútímans. Ekki sé síður nauðsyn að ungt fólk sæki námskeið um uppeldi ungra barna en fræðslu um tölvur og fjölmiðlun. Í sveitaskólanum eru viðmælendur frá yfirstjórn skólans óvissir um hvort byrjendur almennt í grunnskólum séu ókyrrari núna en fyrir 10–20 árum, hölluðust frekar að því að svo væri alls ekki. En báðir voru þess fullvissir að framkoma og hegðun nemenda, og ekki síst byrjenda, í þessum grunnskóla væri jákvæðari og betri í dag en fyrir fimm árum eða svo og þökkuðu það fyrst og fremst komu nýrra stjórnenda að skólanum og þeirri skólastefnu sem þeir fylgdu og nyti mikils stuðnings bæði innan skólans og utan. Nefndu þeir sérstaklega markvissa samvinnu leikskólans og grunn- skólans og töldu málefni skólanna í góðum farvegi og njóta stuðnings innan sveitar- félagsins. Svör foreldra og starfsfólks í spurningakönnun Viðhorf starfsfólks eins og þau birtast í spurningakönnun eru svipuð viðhorfum for- eldra. Starfsmenn eru þó ekki eins líklegir og foreldrar til að telja að einelti hafi auk- ist en hlutfallslega fleiri í hópi foreldra álíta að hegðun nemenda hafi versnað á und- anförnum árum. Þess má geta að í spurningakönnun eru 70% foreldra sammála þeirri fullyrðingu að börn séu frjálslegri og virðist því agalausari. G R U N N S K Ó L A R Í Ó L Í K U M B Y G G Ð A R L Ö G U M 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.