Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 24

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 24
fangsefni á tiltekinn hátt. Carr staðhæfir að flestar hagnýtar ákvarðanir sem teknar eru um og í kennslu séu siðrænar fremur en tæknilegar og að svokallaðar menntun- arkenningar séu ekki annað en samandregnar lýsingar tiltekinna gildisbundinna sjónarhorna (D. Carr, 1995a; 1995b; 1999). Rétt er að undirstrika að David Carr sið- væðir hér kennsluhugtakið í mun ríkari mæli en nafni hans Wilfred, sem og Dunne; hann sakar þá félagana jafnvel um dulda tæknihyggju sem birtist í upphafningu þeirra á reynsluheimi kennarans og innvígslu nemandans í þann heim (1995b, bls. 330; 1995a, bls. 147). Ég verð að viðurkenna að ég er ögn veikur fyrir þeim kosti sem D. Carr hefur hér tekið upp. Hollt er að minnast þess að öll kennsla hefur, beint eða óbeint, siðferðileg áhrif og að kennarastéttin ber ef til vill þyngstu siðferðisbyrði allra starfsstétta. Ég myndi jafnvel vilja taka undir með Fritz Oser (1992) þegar hann fullyrðir að fag- mennska kennara hljóti meðal annars að fela í sér hæfileikann til að örva siðferðileg- ar umræður í skólastofunni. Ég held samt að rétt sé að standast þá freistingu sem felst í kosti D. Carrs. Fyrir því eru tvær meginástæður. Sú fyrri er að uppáhaldskennslu- aðferðir Aristótelesar sjálfs voru þjálfun og bein tilsögn, þar sem kennarinn upp- fræðir nemandann um ákveðið afmarkað efni. Ég hef hvergi séð votta fyrir þeirri skoðun í ritum Aristótelesar að kennsla geti haft sjálfmæti (eins og praxis), án annars og óháðs ytra markmiðs. Hin ástæðan – sem raunar kemur Aristótelesi ekki beinlínis við – er hve undarleg sú hugmynd er að kennsla hafi gildi í sjálfri sér. Hugsum okkur kennara sem orðið hefur skipreika á eyðieyju. Það hlutskipti myndi ekki granda kosti hans á að sinna siðferðilegri gjörð: praxis. Hann gæti til dæmis haldið áfram að gæta hófstillingar í mat og drykk (að því gefnu að nóg væri af matföngum á eynni) og notað eigið fronēsis í því augnamiði. Slíkt væri fullkomlega skynsamlegt og meira að segja eftirbreytnivert, jafnvel þótt það hefði á endanum ekki áhrif á aðra en hann sjálfan (t.d. ef honum yrði aldrei bjargað af eynni). En hugsum okkur síðan að sami kennari héldi áfram að „kenna“ á eynni fyrir framan selina og sæljónin. Slíkur verkn- aður gæti talist skynsamlegur ef tilgangurinn væri sá að halda sér við: kennarinn vildi halda rödd sinni og framsetningargáfu í þjálfun. En verknaðurinn gæti seint talist skynsamlegur sem kennsla. Kennsla krefst nemenda sem læra og svo fjarri fer því að ágæti kennslustarfsins verði ekki skilið nema innan starfsins sjálfs að þessu virðist þveröfugt farið: ágæti kennslustarfsins verður aðeins skilið utan starfsins sjálfs þar sem markmiðið liggur handan athafnanna (um slík markmið, sjá Aristóteles 1995, I, bls. 206 [1094a]). Því þurfa engin rökleg tengsl að vera á milli siðferðis kennara og ágætis kennslunnar. Siðleysingi gæti, út af fyrir sig, verið góður reikningskennari, það er að segja svo lengi sem þetta siðleysi hans birtist á engan hátt í reikningskennsl- unni eða framkomu hans við nemendur (sbr. Orton, 1998, bls. 179). Einhver kynni að segja að eyðieyjardæmið geri úlfalda úr mýflugu: vissulega sé það röklega rétt að kennsla þurfi á geranda og þolanda að halda, rétt eins og sumar siðrænar dygðir í kerfi Aristótelesar (sbr. umræðu hans um réttlæti, 1995, II, bls. 56–59 [1138a]); það þýði hins vegar ekki að gildi kennslu liggi ekki í kennslunni sjálfri fremur en einhverju markmiði handan hennar. En hugsum okkur þá kennara sem kenndi hópi nemenda merk fræði en að illur púki þurrkaði allar minningar um E R K E N N S L A P R A X I S ? 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.