Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 35
staklinganna til að ráða við ný viðfangsefni að breytast. Þroskasvæðið „færist til“, vegna þess að möguleikar þeirra á að ráða einir og óstuddir við svipuð viðfangsefni breytast við áreynsluna og samskiptin. Hugtakið vinnupallar (scaffolding; sjá m.a. Bruner, 1983; Berk og Winsler, 1995) hefur verið notað til að skilgreina í hverju stuðningur þess sem veit meira getur falist; þ.e. hvaða leiðir er heppilegt að nota miðað við að verið er að styðja við það nám sem fram fer innra með einstaklingnum. Stuðningurinn getur t.d. falist í að vekja áhuga á viðfangsefnum, sameiginlegri þrautalausn, aðstoð við að setja markmið og hluta verkefni niður í viðráðanlegar einingar. Vygotsky rannsakaði einkum nám og þroska barna en í seinni tíð hafa kenningar hans verið notaðar sem grunnur að viðamiklum rannsóknum á námi fullorðinna á starfsvettvangi (Edwards o.fl. 2002; Engeström, 1987; Chaiklin, 2001; Lave og Wenger, 1991). Starfsnám, t.d. kennaranám, er þá túlkað sem ferli þar sem nemandinn eða ný- liðinn verður sífellt upplýstari þátttakandi í starfi og starfssamfélagi. Nám felst í úr- vinnslu á þekkingu og reynslu þar sem nemandinn þróar með sér nýjar leiðir til að túlka og bregðast við umhverfinu (Lave og Wenger, 1991). Samskipti við reyndari ein- staklinga, t.d. leiðsögukennara og sú ögrun sem felst í félagslegum samskiptum og menningarlegri umgjörð starfsins, eru talin skipta sköpum í slíku aðstæðubundnu námi (Edwards o. fl., 2002). Leiðsögn felst í að styðja námsmanninn í virkri þátttöku í samfélagi þar sem þekking er notuð og sífellt endurskoðuð; markmiðið er að hann öðlist vald á sífellt fjölbreyttari leiðum til að túlka og bregðast við því sem gerist í dag- legu starfi. Slíkur stuðningur felst ekki síður í því að skapa aðstæður fyrir ögrandi við- fangsefni og félagsleg samskipti en í því að hvetja og aðstoða nemendur við eigið nám. ÞÁTTTAKENDUR OG AÐFERÐIR Í greininni er leitað svara við því: • Hvernig kennaranemar telja námið í Kennaraháskóla Íslands styðja við – afmarkaðar hliðar eigin starfshæfni: að gera, að þekkja/vita, að vera, að ígrunda – hæfni þeirra til að takast á við erfið viðfangsefni kennarastarfsins skv. þeirra eigin skilgreiningu • Hvers eðlis breytingar á starfshæfni kennaranema eru og hvað helst hefur áhrif á þær breytingar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru kennaranemar sem hófu nám á grunnskóla- braut, í staðnámi, við Kennaraháskóla Íslands haustið 2001 og luku flestir náminu vorið 2004. Haustið 2001 auglýsti ég eftir þátttakendum í rannsókn á þróun starfshæfni kenn- aranema og ákvað að takmarka mig við staðbundið nám á grunnskólabraut. Um það bil 100 nemar í þessum hópi (70%) óskuðu eftir þátttöku. Nokkuð fækkaði í hópnum þegar leið á námið. Tíu þátttakendur gegndu tvöföldu hlutverki; þeir gáfu vilyrði sitt í upphafi til að vera samstarfsaðilar við rannsóknina. Þeir önnuðust úrvinnslu gagna, áttu þátt í að skipuleggja einstaka þætti rannsóknarinnar, m.a. innihald og framsetningu spurn- R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.