Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 78

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 78
lagsfræðigreinum, kristnum fræðum og sögu, ásamt hluta af lestrarbókum og lífs- leiknibókum. Ekki var gert upp á milli bóka eftir aldri, heldur allar bækur í fyrr- nefndum greinum skoðaðar fram til ársins 2000. Allt efni sem sneri að einhverju leyti að framandleika var tekið til skoðunar. Tíðni ákveðinna atriða var svo skoðuð í text- um og myndum allra bókanna sem komu inn á framandleika með hjálp gátlista sem var útbúinn fyrir verkefnið. Gátlistanum má skipta í þrjá áhersluþætti til einföldunar: 1) Almenn atriði; 2) Umfjöllun um framandleika almennt; 3) Umfjöllun um Afríku. Í fyrsta lið voru skráðar mjög almennar upplýsingar um bækurnar svo sem heiti bókar, höfundur, námsgrein sem bókin er ætluð fyrir og upprunaland bókarinnar. Í öðrum lið listans voru skráð atriði svo sem nöfn heimsálfa sem koma fram í textanum, tíðni tilvísunar til ákveðinna félagslega skilgreindra hópa, svo sem karla, kvenna, barna og aldraðra. Einnig var athugað hvort hugtakið kynþáttur kæmi fyrir eða önnur sam- svarandi hugtök notuð. Í þeim hluta gátlistans sem snéri eingöngu að Afríku var spurt um atriði svo sem nöfn þjóðernishópa og landa sem komu fyrir í textanum og megináhersluatriði textans. Nokkur megináhersluatriði voru sett inn í listann eftir lauslega skoðun námsbókanna en einnig var bætt við nýjum atriðum á meðan á greiningu stóð ef þess þurfti til þess að ná fram sem nákvæmastri mynd af megin- þema þess hluta textanna sem fjölluðu um Afríku. Niðurstöður gátlistans voru svo settar upp í tölfræðiforritið SPSS. Einnig var gerður útdráttur úr öllum textum sem fjölluðu um Afríku, með almennri greiningu á helstu áhersluþáttum (orðræðugrein- ing). Orðræðugreining er huglæg rannsóknaraðferð sem reynir að finna undirliggj- andi mynstur í textum og dýpri merkingu þeirra. Gátlistinn var notaður til að gera slíka greiningu markvissari en ég tel þó mikilvægt að skoða niðurstöður gátlistans í samhengi við nánari greiningu á textum í heildarniðurstöðu verkefnisins. Textarnir voru þannig bæði lesnir vandlega án gátlistans og einnig sérstaklega með tilliti til þeirra áhersluatriða sem hann leiddi í ljós. Linda A. Wood og Rolf O. Kroger (2000), sem hafa skrifað um aðferðafræðilega þætti orðræðugreiningar, aðskilja notkun gátlista frá orðræðugreiningu og vísa til slíkrar notkunar sem innihaldsgreiningar (e. content analysis). Ég legg víðari merkingu í hugtakið orðræðugreining og tel mikil- vægt að hún feli í sér margs konar leiðir til að skoða textann. Megindlegar og eigind- legar aðferðir geta þar falið í sér áhugaverðar leiðir til að skoða sama viðfangsefnið. Einnig ber að hafa í huga, í ljósi þeirrar gagnrýni Woods og Krogers á innihaldsgrein- ingu að hún feli í sér fyrirfram ákveðna flokka, að orðræðugreining rétt eins og rann- sóknir almennt fela ávallt í sér fyrirfram gefnar áherslur rannsakanda. Rannsakand- inn er því að vissu leyti mælitæki í sjálfu sér. Farið var í gegnum námsbækur á safni Kennaraháskólans sem geymir eitt heilleg- asta safn íslenskra námsbóka, þó einnig væri notast við aðrar námsbækur sem komið var höndum yfir og fundust ekki á safni Kennaraháskólans. Alls voru 202 náms- bækur skoðaðar í fyrrnefndum greinum. Til þessa hefur verkefnið lagt megináherslu á samfélagsfræði, sögu, kristinfræði og landafræði en innan þeirra námsgreina fundust 164 bækur, þar af 87 sem vísuðu til þess sem kallað hefur verið framandleiki í verkefninu. Af þeim voru 43 bækur taldar vísa til Afríku. Upphaflegt markmið verk- efnisins var að greina allar námsbækur á grunnskólastigi í fyrrnefndum fögum fram til ársins 2000, því söfnun gagnanna hófst árið 2001. Mér til mikillar undrunar var M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R : 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.