Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 41

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 41
Eigin reynsla í vettvangsnámi og samskipti við viðtökukennara eru alls staðar efst eða ofarlega á blaði. Niðurstöður koma ekki á óvart vegna þess að erfið viðfangsefni kennara tengjast vettvangi með mjög beinum hætti. Athygli vekur hve margir nefna persónulegar pælingar. Sú hlið starfshæfninnar sem snýst um að gera (þ.e. ráða við erfið viðfangsefni) virðist samkvæmt þessu vera mjög tengd vettvangi; þ.e. nemarn- ir læra helst til verka með beinni þátttöku í skólastarfi. Breytingar á viðhorfum til eigin hæfni og helstu áhrifavaldar Sjö nemar skrifuðu í lok síðasta námsárs frásögn af námsferlinu, þar sem þeir beindu athyglinni að breytingum á viðhorfum, m.a. til eigin hæfni, hvort sem um atvik eða tímabil var að ræða, og hvort sem ferlið liggur fram á við eða aftur. Níu nemendur gáfu sig fram í þetta verkefni en einungis sjö þeirra luku því. Hér verður einungis gefið stutt yfirlit yfir hvað breyttist og helstu áhrifavalda; þ.e. hvað það var sem helst virðist hafa leitt til breytinga. Ekki verður gerð hér grein fyrir frásögn hvers og eins, heldur verður leitast við að draga saman nokkra meginþræði í frásögnunum og út- skýra þá. Allir nemarnir segja að þeir læri margt áhugavert og uppbyggilegt á námskeiðum, bæði fræðilegt og hagnýtt sem smátt og smátt efli hæfni þeirra. Margir minnast á að nytsemi hins fræðilega komi oft ekki í ljós fyrr en löngu eftir að námskeiði lýkur. Nokkur atriði vekja sérstaka athygli varðandi breytingar og áhrif á þær. 1. Í flestum tilvikum eru breytingar sem lýst er mjög persónulegar, tengjast tilfinn- ingum, áhuga og sjálfstrausti, þ.e. því „að vera“ (sjá mynd 1). Slíkar tilfinn- ingar þróast ekki bara fram á við; stundum minnkar trúin á eigin getu – eða áhuginn á starfinu. 2. Mjög algengt er að breytingarnar tengist vettvangsnámi. Í vettvangsnámi virðist reyna bæði á faglegan og persónulegan styrk nemanna. 3. Hvað varðar áhrifavalda eða stuðning, þá virðast persónuleg tengsl skipta sköpum; þá er átt við tengsl við samnemendur, kennara í vettvangsnámi og einkum þó „góða kennara“ í KHÍ. Áhugi á náminu, starfinu og á því „hvernig kennari ég vil vera“ og sjálfsmat virðast gjarnan ráðast af slíkum persónu- legum tengslum. Til að útskýra hvað átt er við verður vitnað í nokkur viðtöl hér á eftir. Einn neminn segir að í skólaheimsókn á fyrsta misseri hafi hún „vaknað einhvern veginn til lífsins.“ Þetta er greinilega „mjög áhugavert starf“; hún var samt óörugg og kveið að mörgu leyti fyrir vettvangsnámi á öðru misseri. „Hvað ef ég réði svo ekkert við krakkana?“ Allt gekk vel hjá henni: „Þessi tími var hreint út sagt frábær. Ég vakn- aði á morgnana full af eldmóði til að takast á við daginn og gaf mig alla í þetta.“ Í vettvangsnámi á fjórða misseri, sem tengdist kennslu yngri barna, var samband hennar og samnemanda slæmt við viðtökukennara og þær lentu í faglegum ágrein- ingi við kennarann. Kennsluáætlunin þótti óraunhæf, sem reyndist svo ekki vera rétt. „Þetta dró rosalega úr áhuga mínum á náminu…“ „núna gat ég ekki séð fyrir mér að R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.