Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 17
Ég hef nú þegar sagt nóg til þess að svara neitandi spurningunni sem lögð var fram í fyrirsögn þessa kafla: Aðferða- og þekkingarfræði Aristótelesar fela ekki í sér að hagnýt heimspeki (hér einkum á sviði menntunarfræði og siðfræði) komist af án hefð- bundins aðferðar- eða kenningargrunns. Þegar W. Carr staðhæfir að „sagan af hnignun og falli hinnar aristótelísku hugmyndar um hagnýta heimspeki sé […] einungis hluti af flókinni sögu umbreytinga frá ,klassískri’ heimspeki til ,nútíma’- heimspeki sem hófst á sautjándu öld“ (2004, bls. 63) þá virðist mér sem hann rugli saman tveimur ólíkum umskiptum. Hárrétt er að með tilkomu nútímans riðuðu til falls hugmyndir Aristótelesar um mannlegt eðli og telos (eins og MacIntyre rakti af hind í frægri bók sinni, 1981), sem og að sjálfsögðu heimsfræði hans. Á sama tíma, hins vegar, markaði tilkoma nútímans að mörgu leyti afturhvarf til aristótelískrar raunsæisstefnu (samblands rök- og raunhyggju) í þekkingar- og aðferðafræði, til beins mótvægis við skynsemishyggju miðalda og Platóns. „Hagnýt heimspeki“ nú- tímans, allt frá Karli Marx til dygðafræða í siðfræði samtímans, er í raun að miklu leyti sporræk til Aristótelesar. Meira hefur „fall“ hinnar hagnýtu heimspeki hans nú ekki verið. ER „FRAMLEIÐSLA“ UNDIR HANDARJAÐRI TECHNÊ AÐ FULLU ÚTREIKNANLEGT FERLI, Í ANDSTÖÐU VIÐ „GJÖRГ, ÞAR Á MEÐAL KENNSLU, UNDIR HANDARJAÐRI FRONĒSIS? Talsmönnum FPV er ekki aðeins annt um að greina afstöðu sína frá „tæknihyggj- unni“ sem sprettur af því að beita þeôria á hagnýt viðfangsefni, þeir gjalda líka var- huga við því að annar hinna hagnýtu hugsunarhátta Aristótelesar, technê, komist nokkurs staðar í nánd við kennslustörf, enda leiði slíkt til jafnskaðvænnar tækni- hyggju. Hin hefðbundna túlkun hér er sú að technê leggi grunn að fullkomlega út- reiknanlegri framleiðslu eða sköpun – ferlum sem ekki eigi sér stað eða ættu að minnsta kosti ekki að eiga sér stað í kennslustofunni – andstætt hinum hagnýta hugs- unarhættinum, fronēsis, er leggi grunn að óútreiknanlegum, sveigjanlegum gjörðum. Beinum þá sjónum okkar fyrst að verksvitinu, technê. Hinni hefðbundnu túlkun sem að ofan greinir má lýsa svo á nákvæmari hátt: Í technê höfum við skýra mynd af hönnun eða skipulagi (eidos) sem gera á að veruleika. Technê ljær okkur einfaldlega leiðirnar að hinu setta marki; og ferlið frá hugmynd til veruleika köllum við framleiðslu eða sköpun (poiêsis). Augljósasta dæmið um poiêsis er vinna handverks- eða iðnaðarmanns sem, án frjálsrar íhugunar eða tjáningar, bein- ir kröftum sínum að því að hrinda gefinni hugmynd í framkvæmd. Markmiðið með vinnu leirkerasmiðsins liggur þannig í lokaafurðinni, leirkerinu er smíða á, en ekki í sjálfu smíðaferlinu, hvað þá í einhverjum breytingum sem það kann að valda á per- sónu smiðsins (Carr og Kemmis, 1986, bls. 32–33). Þar sem unnt er að skilgreina loka- afurðina og framleiðsluferlið í smáatriðum fyrirfram er technê í eðli sínu útreiknan- legt. Það er því í vissum skilningi „lokaður“ hugsunarháttur. Minnumst þess hver var driffjöðurin að bók Dunnes, andúð hans á atferlismarkmiðalíkaninu: líkani sem K R I S T J Á N K R I S T J Á N S S O N 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.